Morgunn


Morgunn - 01.06.1922, Page 48

Morgunn - 01.06.1922, Page 48
42 MORÖUNN að eg gat engan botn í það fengið, enda var sagt, að krafturinn væri með minsta móti þetta kvöld. Þá er loks sá fundurinn, sem i mínum augum var merkilegastur. Hann var hjá Mrs. Brittain, konu sem sér- staklega hefir orðið fræg á Englandi fyrir þær sannanir, sem Sir Arthur Conan Doyle hefir fengið hjá henni. Eg ritaði um fundinn, sem eg fékk hjá henni, í Lundúna- blaðið »Light*, og það sem hér fer á eftir, er að mestu orðrétt þýðing á fráBögninni, sem þar var prentuð. Eg fór heim til Mrs. Brittain, sem á heima í nr. 28, St. Stephens Road, Bayswater. London, með syni minum, Gunnari, 21. okt. 1921, kl. 6 síðd. Frúin gat ekki með nokkuru móti vitað neitt um mig. Við feðgarnir höfðum komið til London 10 dögum áður, og við höfðum engan frætt um það fólk, sem frú Brittain mintist á. Skýrslan, sem hér fer á eftir, er samin eftir því, sem Gunnar rit- aði samstundis, jafnóðum og það kom fram við tilraunina. Fyrst sat frúin svo sem eina mínútu, þegjandi með lokuð augu, og mér virtist sem hún væri að biðjast fyrir. Þvi næst sagði hún mér, að tvær kvenverur frá öðrum heimi væru viðstaddar, báðar einstaklega elskulegar. önnur þeirra er íremur gömul, hún veit ekki hve gömul, að minsta kósti er hún yfir fimtugt, þó að hún sýnist yngri en hún er í raun og veru. »Meðalkona á hæð, fremur breiðvaxin, en hafði lagt mikið af, áður en hún andaðist. Kringluleit, bláeyg, nefið fremur langt, rjóð i kinnum. Mjög starfsöm og reglusöm. Vel búin. Hverju sem hún klæddist, sýndist hún ávalt laglega til fara. Hún hefir »blúndur« á kjólnum kringum hálsinn. Nú er hún komin í annan kjól, með einhverjum röndum á pils- inu. Henni þótti garnan að »blúndum«. Hún var frábit- in svörtum lit. Hún var sterklega vaxin, með breiðar herðar. Hún átti brjóstnál, nokkuð stóra. Hún þjáðist
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.