Morgunn - 01.06.1922, Blaðsíða 11
M 0 R G U N N
5
verja hefðu talið sálarrannsóknirnar mikilvægari öllum
vísindum. Erfiðleikar hefðu verið miklir á því að fá
menn margra þjóða til að sækja slíkan fund. En Dan-
mörk 8tæði betur að vígi vegna hlutleysis síns í ófriðn-
um mikla en stóru löndin. Fyrir því hefði hún átt hæg-
ara með að bjóða fram gestrisni sína og riða á vaðið.
Var þvi næst sett sú regla, að tveir skyldu fundar-
stjórar vera á hverjum fundi, annar jafnan danskur eða
frá Norðurlöndum," hinn tilnefndur af útlendingunum.
Voru dr. Kort Kortsen, forseti Sálarrannsóknafélagsins
danska, og Mélusson, fulltrúi franskra spíritista, fyrstu
fundarstjórarnir
Fór alt fram á frönsku þennan fyrsta dag og hann
nefndur franski dagurinn.
Hinn nafnkunni lífeðlisfræðingur prófessor Charles
Richet hafði ætlað að sækja fundinn, en gat ekki komið.
Hann sendi fundinum bréf og var það nú fyrsta verkið,
að dr Geley las fundarmönnum það. Bað Richet merin
muna það, að mest riði á því að færa sönnur á stað-
reyndir fyrirbrigðanna, en lítið gagn væri í að koma með
tilgátur um, af hverju þau stöfuðu. Kenningar og til-
gátur breytast og hverfa, staðreyndirnar halciast kyrrar.
Menn ættu að fara að dæmi hins mikla Pasteurs: sópa
burt rykinu á hverjum morgni úr rannsóknastofunni
og lærdómsáætlununum (theoriunum) líka.
Fyrsta erindið flutti frú Juliette Bisson um mann-
gervinga-fyrirbiigði eða líkamningar (materialisationir) hjá
miðlinum Evu Carriére, sem heitir réttu nafni Marthe
Beraud. Frúin heflr gert tilraunir með hana síðan árið
1909. Árin 1910—14 tók dr. fríherra von Schrenck-
Notzing, hinn nafnkunni læknir i Miinchen, þátt í til-
raunafundum frúarinnar.
Hún lýsti því, hvernig tilraununum væri hagað.
Beitt væri hiuu strangasta, algerlega vísindalegu eftirliti
og aðhaldi. Meðal eftirlitsmanua við tilraunirnar hefði
t. a. m. verið hinn nafnkunni sálarrannsóknamaður, lækn-