Morgunn


Morgunn - 01.06.1922, Blaðsíða 63

Morgunn - 01.06.1922, Blaðsíða 63
MORÖUNN 57 4 neinni átt að gera sér í hugarlund, að miðlarnir hafi þekt menn, sem aldrei höfðu áður til neinna miðla komið; enn fráleitara er hitt, að halda, að miðlarnir þekki hvern gest, sem ekki hefir látið nafns síns getið, og hafi aflað sér vitneskju um hann. Beztu miðlarnir eru yfirlætislausir og hreinskilnir menn, og þeim er ant um að gera það, sem þeir bezt geta, með sinni kynlegu gáfu, til þess að hjálpa þeim, sem í sorgir hafa ratað. Við og við kemur það fyrir, að menn rekast á hina og aðra, er þykjast vera gæddir gáf- um, sem þeir hafa ekki, eða bæta við þverrandi gáfur með ágizkunum og undanbrögðum; en að svo miklu leyti, sem þessir eftirlíkjendur hafa sviksemi i frammi, eru þeir í raun og veru ekki miðlar. Ef reynslulausir viðvaning- ar fara til svikara, sem auglýsa sig með spjöldum á bök- um og brjóstum manna eða með öðrum ráðum, þá eiga þeir það skilið að verða fyrir þeirri útreið, sem þeir fá. Að hinu leytinu hefi eg ekki að jafnaði orðið þess var, að menn, sem orðið hafa fyrir ástvinamissi, séu of fljótir til að sannfærast. Sumir eru það; sumir eru svo auialegir, að þeir láta það út úr sér í gáleysi, er ætti að koma sem sannanir; en venjulegast er það rangt aðætla, að auðvelt sé að fara út í gönur raeð menn, sem eru í raun og veru að leita sér huggunar. Þeir beita oft gagn- rýninni fyllilega, og eru skynsamlega varkárir. Löngun þeirra til þess að komast að réttri niðurstöðu vekur stund- um hjá þeim hóflausa hræðslu við það, að þeir kunni að verða fyrir blekkingum í jafn-stórmerku máli. Og jafn- vel eftir að þeir hafa fengið verulega góðar sannanir, hverfa þeir stundum frá þeim — sem er mjög eðlilegt — og fara að efast af nýju Margra ára reynslu þurfti eg sjálfur, áður en eg varð þess albúinn að kannast við það, að sannana-magnið yrði í heild sinni ekki véfengt. Um son minn Raymond sérstaklega er það að segja, að eg hefi oft við hann talað, síðan er bókin var gefin út í fyrstu; en ákefð hans í að senda skeyti hefir dofnað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.