Morgunn - 01.06.1922, Blaðsíða 10
4
MORGUNN
ur, brosti og raælti: »Nú þekkið þér mig auðvitað ekki*.
Eg Btóð undrandi og kannaðist ekki við hann. Hann
kvaðst heita Knud Krabbe. »Eruð þér orðinn svona
stór?« varð mér að orði. Hann hafði verið lítill drengur
á heimili foreldra sinna, er eg kom þar stundum á náms-
árum mínum. Móðir hans var islenzk og þeir i'oreldrar
hans sýndu oss íslenzku stúdentunum einstaka gestrisni.
Knud litli, sem þá var, er nú orðinn kunnur taugalæknir
í Kaupmannahöfn. Hann var einn af fundarboðendunum.
Mikið var um iæðuhöld í veizlunni. Talaði þar fyrst-
ur Carl Vett og þá formaður Sálarrannsóknafélagsins
danska, dr. phil. Kort Kortsen, og mæltu á frönsku, þá
prófessor Wimmer á ensku og dr. med. Jarlöv á þýzku.
Það var sem áhuginn á sameiginlegu, mikilvægu
málefni vermdi andlega loftið, og mér er óhætt að full-
yrða, að menn skemtu sér hið bezta, og virtust hugsa
gott til fundarhaldanna. Það er eitt hið einkennilegasta
og unaðslegasta kvöld, sem eg hefi lifað.
Alls sóttu fundinn sálarrannsóknamenn frá fjórtán
löndum: Englandi, Frakklandi, Þýzkalandi, Sviss, Belgíu,
Hollandi, Czeko-Slóvakíu, Svíþjóð, Finnlandi, Noregi, Dan-
mörk, íslandi, Bandaríkjum Norður-Ameríku og Perú í
Suður-Ameríku.
Notuð voru 4 tungumál (eða öllu heldur 5) alls á
fundinum: franska, enska, þýzka, danska (og norska).
Fundurinn var settur opinberlega kl. 9 að morgni
hinn 26. ágúst. Gerði það aðalhvatamaðurinn, hr. direktör
Carl Vett, með ræðu, er hann flutti á frönsku. Skýrði
hann þar frá, hvað fyrir fundarboðendum hefði vakað:
að gera fyrsta skrefið til þess að sálarrannsóknirnar, sem
hin viðurkendu vísindi hefðu alt til þessa yglt sig við,
mættu verða viðurkendar sem ný þekkingargrein, er ættu
sama rétt til visindalegrar rannsóknar og gagnrýni sem
aðrar greinar vísindanna. Benti hann á að aðrir eins
menn og W. E, Gladstone meðal Englendinga, Pierre
Curie meðal Frakka og A. Schopenhauer meðal Þjóð-