Morgunn - 01.06.1922, Blaðsíða 87
MORGUNN
81
tim konum, en í báðum tilfellum með þeim árangri að
barnið héit henni ekki niðri. Það var þá reynd kúa-
mjólk að nokkru leyti er gafst vel, og var því ekki reynd
mjólk frá fleiri konum.
Eins og eg hefi þegar tekið fram, er eg sannfærður
um að framangreind lækningatilraun með móðurmjólk frá
frískri konu varð barni þessu til lífs.
Reykjavík 1. des. 1921.
Halldór Hansen.
Vitaskuld skal ekkert um það fullyrt hér, hvort sú
vitsmunavera, sem talaði fram af vörum miðilsins, hefir
í raun Og veru vitað um Ásu litlu og um það með hverj-
Uin hætti fyril' frú Sigurbjörgu lá að bjarga lífi barnsins.
Ekki skal heldur neitt sagt um það, hvort fullyrðingarn-
ar eru réttar um þessa veru, sem sagt var, að ætti að
fæðast inn í þennan heim. En óneitanlega virðast mér
þessi atvik öll þess verð, að frá þeim sé skýrt, og að þau,
ásamt öðrum svipuðum atvikum, séu tekin til íhugunar.
E. Ií. K.
II. Draumar.
1. Bílslysið í Berlín.
Eg þóttist stödd fyrir utan stórt hús i fjölfarinni götu,
Sá eg þá, að maður alllangt frá mér riðaði til og datt, og
í fallinu þekti eg Ingólf lækni Gríslason. Samstundis sá
eg fast hjá mér bónda austur í Vopnafirði og heyrði hann
segja: »Honura var ekki rainna ætlandi en standa á
iöppunum*. Eg var hrædd um Ingólf, mér fanst endi-
íega, að bíii mundi koraa þá og þá, og keyra yfir hann.
Sá eg þá þrjár stúlkur ganga frara og vissi, að þær ætl-
uðu að hjálpa honum, en mér faust það ekki nóg, því að
umferðin var svo fjarska mikil. Þá segir bóndinn aftur:
»Það er öllu óhætt; hann Sigurbjörn stendur hjá honum*.
Þóttist eg þá vita, að honum væri óhætt, og varð rólegri
6