Morgunn - 01.06.1932, Blaðsíða 8
2
MORGUNIn
in, sem afturgöngurnar eru valdar að, sýnast vera og:
eru miklu óháðari miðlinum en gerist á venjulegum sam-
bandsfundum. Þessir andar sýnast betur geta safnað
kraftinum og geymt hann, og þá jafnframt orðið valdir
að öllu stórfeldari eða óvæntari llkamlegum fyrirbrigð-
um, en menn eiga að venjast á miðilsfundum. Líka er
það mjög eftirtektarvert, að þessi fyrirbrigði gerast
ekki síður um bjartan dag en í myrkri. En einmitt fyr-
ir það, hve þessi fyrirbrigði sýnast oft tiltölulega óháð
nærveru miðils, verður þó ekki sagt, að nein fullnaðar-
sönnun sé færð fyrir því, að krafturinn sé ekki sóttur
til einhvers lifandi manns eða manna, sem hafa mið-
ilshæfileika.
Annars virðist ástand þeirra anda, sem hverfa aft-
ur til jarðarinnar, eða eru þar langdvölum, vera ákaf-
lega mismunandi. Sumir svipir sjást líða um herberg-
in, án þess að gera nokkrum mein, og án þess að sýna
nokkurn vitsmuna vott, og er sem þeir gangi í svefni;
oft sýnast þeir gagnsæir og sjá þá varla aðrir en þeir,
sem gæddir eru skygnigáfu. Aðrír eru miklu líkari
menskum mönnum og sýnast ganga í venjulegum bún-
ingum, og sjá þá oft fleiri en þeir, sem skygnir eru.
Stundum heyrist skóhljóð þeirra, eða einhver annar
hávaði, og stundum jafnvel tala þeir. Aðrir eru valdir
að yfirgengilegu háreysti, henda grjóti, brjóta glugga
og búshluti, virðast hafa af því mesta skemtun, að vera
sem allra hvimleiðastir; aðrir eru beinlínis hættulegir,
valda áverkum við menn, eða kveikja í húsum. En svo
kemur það líka fyrir, að þeir vitja jarðneskra bústaða og
manna, að því er séð verður, eingöngu af kærleika til
þeirra, og til þess að vera þeim til aðstoðar.
En af því að andarnir eru að sjálfsögðu mjög mis-
jafnir og ólíkt stendur á um þá, verða fyrirbrigðin líka
ólík. Sumir virðast jafnvel dvelja í sérstökum húsum
áratugum eða öldum saman, og er þá sem kraftur þeirra
til sambands við jarðneska menn aukist við það, að mið-