Morgunn - 01.06.1932, Qupperneq 14
8
M OR GUNN
sína. Það kom fyrir, hvað eftir annað, er bændur vitjuðu
hesta sinna aftur, að þeir hríðskulfu, og gátu með naum-
indum staðið á fótunum, og voru allir löðrandi í svjta.
Sumir þeirra lágu á jörðunni og börðust þar um, og sagt
er, að tveir eða þrír hestanna hafi dáið af ótta.1 Hvað
það var, sem olli þessari fælni hestanna, varð ekki sagt
með fullri vissu, en frá grafhvelfingunni heyrðist oft af-
skapa hávaði og öskur. Var þá farið að rannsaka graf-
hvelfinguna. Þar stóðu margar líkkistur, og var þeim
raðað snoturlega á hillur í hvelfingunni, en nú lágu þær
flestar í óskipulegri hrúgu á gólfinu. Kisturnar voru aft-
ur fluttar hver á sinn stað, en skömmu síðar voru þær
aftur komnar í sömu bendu á gólfinu. Var þá skipuð
nefnd manna til þess að rannsaka þetta. Kistunum var
raðað sem fyrri, smágerðri ösku var stráð á gólfið og
tröppurnar, dyrnar voru innsiglaðar, og vörður haldinn
við þær dag og nótt. Eftir þrjá daga var grafhvelfingin
aftur opnuð. Engin spor eða för sáust í öskunni, en kist-
urnar voru aftur komnar niður á gólfið, stóðu margar
þeirra upp á endann, en höfðagaflinn vissi niður. Margar
kisturnar voru þungar eikarkistur. Ein kistan hafði ver-
ið sprengd upp; stóðu þar út skinin framhandleggsbeinin
og bentu upp á við. í þeirri kistu lá annars líkami manns,
er sjálfur hafði fyrirfarið sér. Einu kisturnar, sem aldrei
hafði verið rótað við, voru nokkrar barnakistur og kista
konu einnar, er hafði notið almennra vinsælda og virð-
ingar. Var ])á það ráð tekið, að grafa kisturnar í jörðu,
og eftir það hætti draugagangurinn.
í Vínarborg gerðust reimleikar árið 1906, í smiðju
járnsmiðs nokkurs og stóðu þeir yfir í tvo mánuði. Þeir
voru rannsakaðir af manni, sem hét Warndorfer og var
') Líka sögu, um hræöslu dýra í sambandi við reimleika, segir
Eyrbyggjasaga, af völdum Þórólfs bægifóts, enda margreynt að ýms-
ar skepnur sjá svipi, jafnvel þó menn sjái ekki. — Þá kannast líka
allir við söguna nm svinin, sem ærðust og köstuðu sér fram af
hengiflugum, þegar djöflarnir fóru í þau (Matt. 8, 32).