Morgunn - 01.06.1932, Blaðsíða 16
10
MORGUNN
Phelps, er var doktor í guðfræði. Yar hann Calvinstrúar.
Söguna skrásetti merkur sagnfræðing'ur, er Capron hét.
Ritaði hann bók um þessi og fleiri andafyrirbrigði, og kom
hún út árið 1855. í húsi prestsins bjuggu hann sjálfur og
kona hans, tvær dætur þeirra, sextán og sex ára, tveir
synir þeirra, tólf ára og þriggja ára og ein vinnukona.
Draugagangurinn hófst sunnudaginn 10. marz 1850,
tveim árum eftir að }>au höfðu flutt í húsið, en ekki var
honum lokið fyr en eftir meira en hálft annað ár. Um
daginn fór allt fólkið til kirkju. Dr. Phelps aflokaði hurð-
inni um leið og hann fór, en þegar hann kom aftur, stóð
útidyrahurðin opin. 1 barnastofunni var flest á undarleg-
um tætingi, stólar voru uppi í rúmunum og aðrir húsmun-
ir í ólíklegustu stöðum. í öðrum herbergjum var alt með
kyrrum kjörum og engu hafði verið stolið. Alt heimilis-
fólkið fór í síðdegismessu þennan sama dag, nema prest-
ur. Hann lokaði sig inni á afviknum stað í húsinu og
hélt þar vörð. Hann varð einskis óvenjulegs var, en þegar
fólkið kom frá kirkjunni, reyndist ]jó svo að margt hafði
verið flutt til og fært úr lagi. í einu svefnherbergjanna
lá kvenskyrta og náttkjóll ofan á rúminu, ermarnar voru
lagðar í kross, eins og um lík væri að ræða, en sokkar
lagðir nálægt fótagafli. Eitthvert dularletur var líka kom-
ið á vegginn.
Fleira sögulegt gerðist ekki á sunnudaginn, en þeg-
ar lokið var morgunverði daginn eftir, sást, að sama
svefnherbergið, sem síðast var getið, hafði orðið fyrir
nýrri heimsókn. Rekkjuvoð hafði verið breidd á gólfið,
en ofan á henni lá þvottaborðið, en þvottaskálin og vatns-
kannan stóðu sitt hvoru megin við það, en niðri í öðru
þeirra lá kvenskyrtan, en náttkjóllinn í hinu; hafði þó dr.
Phelps lagt þau, daginn áður, í fatakistu, sem stóð inni í
skáp. Dr. Phelps fleygði mununum aftur í fatakistuna,
lokaði skápnum með lykli og stakk honum í vasa sinn.
Svo lokaði hann svefnherberginu, þegar allir voru farnir
út úr því, og stakk þeim lykli líka á sig. Eftir fjórðung