Morgunn


Morgunn - 01.06.1932, Page 19

Morgunn - 01.06.1932, Page 19
M 0 R G U N N 13 Oft lágu biblíurnar opnar, og var merkt við ýmsa ritn- ingarstaði. Mátti á mörgu sjá, að andagestirnir sýndu lítilsvirðingu sína á trúmálaboðun dr. Phelps og starfs- bræðra hans. Um þessar mundir kom það oft fyrir, að yfirfrakkar og hattar gestanna fundust hvergi, er til þeirra skyldi taka. Hattarnir fundust stundum undir rúmunum, og stundum sáust þeir á flugi upp stigann, upp á loftið, eins og bornir af ósýnilegum höndum. Drengurinn Harry varð oft fyrir illum skráveifum; oft var honum lyft hátt í loft upp og var hann hræddur við það; einu sinni var honum stungið niður í vatnsgeymi og í annað skifti var hann hengdur upp í tré. I nokkur skifti misti hann meðvitund í tíu til fimtán mínútur. Hann var sendur að heiman nokkra daga og dvaldi í húsi þar í nágrenninu, en gauragangurinn hélt áfram á heim- ili hans eftir sem áður ,en þegar hann og eldri systir hans voru bæði send burtu, hætti ásóknin í bili, en hófst strax aftur, þegar Harry kom heim, eftir viku, og fór dagversn- andi. Barst nú fregnin um þetta víðs vegar og fólk streymdi að prestssetrinu, svo ekki varð friður í heimil- inu, og var mönnum leyft að rannsaka eftir vild. Þeir, sem réttlátir þóttust vera, voru ])á ekki heldur í vafa um, að hér væri um einhver sjálfskaparvíti að ræða, er kæmi fólkinu í koll að maklegleikum. Blöðin rituðu um- ]>etta háðgreinir, en prestur og fjölskylda lians urðu að píslar- vottum mannadómanna. Skemdir á húsi og munum hófust í lok fjórðu vik- unnar. Var þá farið að brjóta glugga og leirvörur. í nokkr- ar vikur voru rúður brotnar daglega, ein eða fleiri, voru taldar sjötíu og ein rúða, sem brotnar voru. Flestar voru brotnar svo, að einhverju lauslegu í húsinu var hent í þær. Dr. Phelps horfði sjálfur á, að tuttugu til þrjátíu rúður voru brotnar. Hann sá bursta, sem lá uppi á hillu, hendast í eina rúðuna og brjóta hana. Hann sá ölglas, sem stóð uppi á skáp, lyftast upp af honum og sendast í einu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.