Morgunn - 01.06.1932, Qupperneq 19
M 0 R G U N N
13
Oft lágu biblíurnar opnar, og var merkt við ýmsa ritn-
ingarstaði. Mátti á mörgu sjá, að andagestirnir sýndu
lítilsvirðingu sína á trúmálaboðun dr. Phelps og starfs-
bræðra hans.
Um þessar mundir kom það oft fyrir, að yfirfrakkar
og hattar gestanna fundust hvergi, er til þeirra skyldi
taka. Hattarnir fundust stundum undir rúmunum, og
stundum sáust þeir á flugi upp stigann, upp á loftið, eins
og bornir af ósýnilegum höndum.
Drengurinn Harry varð oft fyrir illum skráveifum;
oft var honum lyft hátt í loft upp og var hann hræddur
við það; einu sinni var honum stungið niður í vatnsgeymi
og í annað skifti var hann hengdur upp í tré. I nokkur
skifti misti hann meðvitund í tíu til fimtán mínútur.
Hann var sendur að heiman nokkra daga og dvaldi í húsi
þar í nágrenninu, en gauragangurinn hélt áfram á heim-
ili hans eftir sem áður ,en þegar hann og eldri systir hans
voru bæði send burtu, hætti ásóknin í bili, en hófst strax
aftur, þegar Harry kom heim, eftir viku, og fór dagversn-
andi. Barst nú fregnin um þetta víðs vegar og fólk
streymdi að prestssetrinu, svo ekki varð friður í heimil-
inu, og var mönnum leyft að rannsaka eftir vild. Þeir, sem
réttlátir þóttust vera, voru ])á ekki heldur í vafa um, að
hér væri um einhver sjálfskaparvíti að ræða, er kæmi
fólkinu í koll að maklegleikum. Blöðin rituðu um- ]>etta
háðgreinir, en prestur og fjölskylda lians urðu að píslar-
vottum mannadómanna.
Skemdir á húsi og munum hófust í lok fjórðu vik-
unnar. Var þá farið að brjóta glugga og leirvörur. í nokkr-
ar vikur voru rúður brotnar daglega, ein eða fleiri, voru
taldar sjötíu og ein rúða, sem brotnar voru. Flestar voru
brotnar svo, að einhverju lauslegu í húsinu var hent í
þær. Dr. Phelps horfði sjálfur á, að tuttugu til þrjátíu
rúður voru brotnar. Hann sá bursta, sem lá uppi á hillu,
hendast í eina rúðuna og brjóta hana. Hann sá ölglas, sem
stóð uppi á skáp, lyftast upp af honum og sendast í einu