Morgunn - 01.06.1932, Page 20
14
MORGUNN
rúðuna, sem óbrotin var í glugganum. Hann og sonur hans
horfðu báðir á þetta. Tvisvar eða þrisvar var helt úr
vatnsfötu ofan í rúmin, og fötunni og fleiri ílátum bar-
ið við, þangað til þau brotnuðu. Skemd á húsgögnum var
virt á 200 dollara. Stundum varð hlé á ólátunum, en svo
byrjuðu þau aftur, verri en fyr.
Þrettánda apríl voru ólætin sérstaklega mikil, og um
nóttina eftir gat enginn fest blund fyrir höggum og bar-
smíðum. Meðal annars var skúffa dregin út úr borði og
barið með henni, unz hún mölbrotnaði og svo var brotun-
um kastað út um gluggann og rúðan brotin. Líka var stóll
og skaftpottur brotinn, barið við rúmstæði, unz tókst að
vinna á þeim.
Prestskonan fékk ekki að hafa frið í rúmi sínu. Hún
var klipin og stungin, eins og með títuprjónum. Maður,
sem um þetta leyti var nætursakir á prestssetrinu, hafði
haft fréttir af viðburðum þeim, er nýlega höfðu gerst hjá
Foxfjölskyldunni. Hann reyndi því að ná sambandi við þá,
er voru valdir að þessum ólátum og honum tókst það. Var
stafrófið notað á sama hátt og hjá Foxsystrunum og svar-
að með höggum. Sögðu andarnir langa sögu um fjársvik,
sem einhver af f jölskyldu þeirra hjónanna hefði orðið fyr-
ir. Capron, sagnfræðingurinn, harmar það, að hann hafi
með engu móti fengið leyfi til að skýra frá sögunni á
prenti. Prestur og kona hans væntu þess nú, að reimleik-
arnir mundu hætta, er þetta hafði komist upp, en varð þó
ekki að þeirri voninni, því haldið var áfram að brjóta og
undirgangurinn magnaðist ennþá. Þá taldi prestur sig
nú orðinn þess vísari, að gestakomur höfðu áhrif á fyrir-
brigðin. Við komu sumra gesta jukust þau, en hættu með
öllu er aðrir komu. En þá varð ofsi fyrirbrigðanna líka
oft meiri en áður, er þessir gestir voru farnir.
Samtalinu eða sambandinu við andana var haldið við,
eftir að það hafði fengist og þóttust menn skilja að þarna
væru tveir eða fleiri flokkar illra anda, er hver vildi vera
öðrum meiri og snjallari í skammarstrikunum. Lýstu þeir