Morgunn


Morgunn - 01.06.1932, Side 20

Morgunn - 01.06.1932, Side 20
14 MORGUNN rúðuna, sem óbrotin var í glugganum. Hann og sonur hans horfðu báðir á þetta. Tvisvar eða þrisvar var helt úr vatnsfötu ofan í rúmin, og fötunni og fleiri ílátum bar- ið við, þangað til þau brotnuðu. Skemd á húsgögnum var virt á 200 dollara. Stundum varð hlé á ólátunum, en svo byrjuðu þau aftur, verri en fyr. Þrettánda apríl voru ólætin sérstaklega mikil, og um nóttina eftir gat enginn fest blund fyrir höggum og bar- smíðum. Meðal annars var skúffa dregin út úr borði og barið með henni, unz hún mölbrotnaði og svo var brotun- um kastað út um gluggann og rúðan brotin. Líka var stóll og skaftpottur brotinn, barið við rúmstæði, unz tókst að vinna á þeim. Prestskonan fékk ekki að hafa frið í rúmi sínu. Hún var klipin og stungin, eins og með títuprjónum. Maður, sem um þetta leyti var nætursakir á prestssetrinu, hafði haft fréttir af viðburðum þeim, er nýlega höfðu gerst hjá Foxfjölskyldunni. Hann reyndi því að ná sambandi við þá, er voru valdir að þessum ólátum og honum tókst það. Var stafrófið notað á sama hátt og hjá Foxsystrunum og svar- að með höggum. Sögðu andarnir langa sögu um fjársvik, sem einhver af f jölskyldu þeirra hjónanna hefði orðið fyr- ir. Capron, sagnfræðingurinn, harmar það, að hann hafi með engu móti fengið leyfi til að skýra frá sögunni á prenti. Prestur og kona hans væntu þess nú, að reimleik- arnir mundu hætta, er þetta hafði komist upp, en varð þó ekki að þeirri voninni, því haldið var áfram að brjóta og undirgangurinn magnaðist ennþá. Þá taldi prestur sig nú orðinn þess vísari, að gestakomur höfðu áhrif á fyrir- brigðin. Við komu sumra gesta jukust þau, en hættu með öllu er aðrir komu. En þá varð ofsi fyrirbrigðanna líka oft meiri en áður, er þessir gestir voru farnir. Samtalinu eða sambandinu við andana var haldið við, eftir að það hafði fengist og þóttust menn skilja að þarna væru tveir eða fleiri flokkar illra anda, er hver vildi vera öðrum meiri og snjallari í skammarstrikunum. Lýstu þeir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.