Morgunn - 01.06.1932, Page 22
16
MORGUNN
tímabili. Leikið var t. d. á píanóið, þó enginn væri í her-
berginu, píanóinu var snúið við, svo að nóturnar sneru til
veggjar, dulræn ljósfyrirbrigði gerðust. Bréfasneplar með
sjálfstæðri dulritun lágu í hrúgu í skuffu í hirzlu í svefn-
herberginu. Þessir sneplar voru brendir og var því veitt
eftirtekt, af því reyk sá leggja út úr skúffunni. Á jafn
dularfullan hátt kviknaði líka í annari skúffu, sem bréf
voru í.
í júlímánuði 1851 var Harry aftur sendur af heim-
ilinu og var burtu tveggja mánaða tíma. Á þeim tíma hafði
hann verið tekinn í sambandsástand og var orðinn skygn.
Nú bar ekki lengur á reimleikum, en hjónin fengu með
piltinum sambandsfundi, er urðu þeim til ánægju og fróð-
leiks. Fyrirbrigðin voru líkrar tegundar og áður. Lyft-
ingar gerðust á munum og líka á Harry sjálfum. Kerti
var látið í öskju og sett undir borðið og eldspýtur hjá.
Kveiktu þá andarnir á kertinu og kertið var flutt upp á
borðið. Þetta sama fyrirbrigði gerðist oft.
Við og við kom það þó fyrir, að andarnir gerðu eitt-
hvað ilt af sér. Síðasta fyrirbrigði, þeirrar tegundar, gerð-
ist 25. desember 1851. Prestsdóttirin ætlaði þá að ganga
eitthvað út og hafði dubbað sig upp í hvítan kjól, en þá
kom blekflaska í hendingskasti úr glugga í tómri stofu,
en blekið rann ofan eftir kjólnum hennar. Fáum árum síð-
ai virtist miðilsgáfa Harrys vera með öllu þrotin.
Að draugar eyði eigum manna með eldi, er að vísu
ekki algengt fyrirbrigði, sem betur fer. Þó eru um það
margar sögur, úr nútíð og fortíð, sem svo vel þykja sann-
aðar, að þær verði iekki rengdar. Eg er nýbúinn að segja
frá þessháttar fyrirbrigði, er bréfasneplarnir voru brendir
í Stratford; og að ljós sé tendrað, eða eldur kveiktur, kem-
ur líka fyrir á sambandsfundum og er þar því að ræða
um notkun á krafti svipaðrar tegundar. íkveikjur þær, sem
gerast í sambandi við reimleika, má segja að lýsi bæði
fjandskap og ofsóknarhug. Þó mætti benda á, að sumir