Morgunn - 01.06.1932, Blaðsíða 24
18
MORGUNN
poff. Auðsýnt þótti, að kona hans var miðillinn, því þegar
hún fór burtu gerðist ekkert til tíðinda, en þegar fyrir-
brigðin voru að gerast, varð hún mjög máttfarin og hana
syf jaði ákaflega. Hún var ekki hrædd við það sem gerðist,
en þó fór heilsu hennar mjög hnignandi og bendir það til
þess, að óhóflega mikið hafi verið frá henni tekið af sál-
rænum krafti.
Einu sinni sáu þau hjónin bláleitan neista, sem skein
á eins og maurildi, líða um loftið inn í svefnherbergi frú-
arinnar og snarkaði í honum; hann kveikti í bómullar-
kjól, sem lá þar á borði, svo hann stóð í björtu báli. Eld-
urinn var slöktur með vatni, en það, sem eftir var óbrunn-
ið af kjólnum, hélst þó einkennilega heitt og brennisteins-
fýla var af því, sem úr honum rauk. í annað skifti sáu
þau líka samskonar neista og ljósfyrirbrigði. Þá kviknaði
alt í einu í fötum þeim, sem frúin var í, en maður, sem
hét Portnoff gat slökt eldinn og brendist hann við það á
höndunum. Næsta dag stóðu rúmfötin í rúmi frúarinnar
í björtu báli. Eldurinn var slöktur, svo að örugt þótti, en
næstum strax á eftir sást loga í hrosshársdýnunni, sem
undir var og þurfti líka að slökkva þann eld. Hæstu stigi
náðu þessi fyrirbrigði þó litlu síðar. Frúin var stödd í for-
salnum og hafði verið að fylgja gesti sínum til dyra. Mað-
ur hennar heyrði hana hljóða upp yfir sig og hljóp til.
Hafði þá kviknað í kjólnum hennar að neðan, logarnir léku
um hana, svo hún leit út eins og eldsúla. Hann gat slökt
með því að rífa af henni fötin, en brendist mikið, af því
tætlurnar loddu við hendur hans eins og brennandi bik.
En þó undarlegt megi þykja, var konan með öllu óskemd
af eldinum. Lítur helst út fyrir, að þeir, sem valdir voru að
þessu, hafi vitað, að frúin mundi ónæm fyrir áhrifum
eldsins. Slíkt ónæmi, um stundarsakir, fyrir áhrifum elds
er kunnugt um D. D. Home og reyndar marga fleiri. En um
Shchapoff er það að segja, að eftir þetta flutti hann strax
úr húsinu og kann eg ekki þá sögu lengri.