Morgunn - 01.06.1932, Blaðsíða 26
20
M 0 11 G U N N
gerði það ekkert til, því strax skíðalogaði. Á morgnana var
mjólkurbrúsinn skilinn eftir af flutningsmanni við bakdyr
hússins, en andarnir skiluðu honum upp í eldhúsið, ílátum
þeim og tækjum, er notuð voru við morgunverðinn, röð-
uðu þeir á eldhúsborðið, líka settu þeir tvo bolla, sykur-
ker og mjólk á sérstakan bakka, er hjónunum var færður
á morgundrykkurinn. Stundum var líka tebakkinn borinn
upp af ósýnilegum höndum. Te létu þeir á tepottinn í eld-
húsinu og stundum hreinsuðu þeir upp hnífapörin og gerðu
auk þess mörg önnur húsverk.
Þegar fyrst bar á þessum fyrirbrigðum, var haldið að
einhver gerði þau í blóra við fólkið og það jafnvel eftir
að farið var að afloka hurðunum. Var því settur vörður
til gæzlu, en fljótt þótti það fullsannað að kveikt var upp
í eldhúsinu áður en nokkur kom ofan af loftinu þar sem
fólkið svaf. Mr. Theobald gerði tilraunir til þess að sjá
það sjálfur að kveikt væri upp. En ])að tókst honum ekki,
en strax er hann sneri við bakinu, fuðraði eldurinn upp.
En aftur kviknaði oft, þó þær Mary eða ungfrú Theobald
horfðu á. En þar sem fyrirbrigðin gerðust daglega, svo ár-
um skifti, vandist fólkið við þetta.
Flutningar á húsgögnum voru allmiklir þar í húsinu
á þessu tímabili, en nálega ætíð fóru þeir fram leynilega,
þegar enginn sá til. Kæmi það fyrir að hlutur væri flutt-
ur upp stigann úr kjallara eldhúsinu og aðrir kæmu að en
Mary, þá voru þeir ])egar lagðir niður þar sem komið var.
Mary var skygn og hafði verið það frá því hún var barn
og hafði þá oft fengið ávítur, er hún sagði frá því, sem
hún sá. Hún ein sá andana, er þeir gegndu starfi sínu í
heimilinu. Hún sá þá flytja vatn úr stóra katlinum inn í
borðstofuna í koparketilinn, sem þar stóð. Hvorugur ket-
illinn var hreyfður úr stað, en vatnsgufan streymdi úr
stóra katlinum inn í hinn. Þetta eða tilsvarandi fyrirbrigði
virðist hafa gerst daglega og ætíð mjög á sama hátt.
Ætíð virðist hafa verið bezta samlyndi milli fjöl-
skyldunnar og andanna. Mr. Theobald og sonur hans rit-