Morgunn - 01.06.1932, Side 32
26
MORGUNN
hversu lengi sem henni kann að takast að halda því óvit-
urlega viðhorfi.
Um grísk-kaþólsku kirkjuna er erfitt að tala;.þunga-
miðja hennar, rússneska kirkjan, er eins og kunnugt er í
molum og hefir orðið að sæta afarkostum af hendi vald-
hafanna. Hvort nokkuð ber á spiritistiskum áhrifum í því
kirkjulífi, sem enn hrærist í Rússlandi, er mér ekki kunn-
ugt um, og verður það að teljast mjög vafasamt; allur
andi valdhafanna í ráðstjórnarríkjunum hlýtur samkvæmt
eðli sínu að vera öllu slíku harðlega andvígur. í rússnesku
kirkjunni, eins og hún var á meðan hún var ríkiskirkja
Rússlands, var um merkilegt trúarlíf að ræða og var það
oft auðugt af yfirvenjulegum fyrirbrigðum, sem hefðu
átt að opna sálarrannsóknunum leið til áhrifa á rússneskt
kirkjulíf. Má í því sambandi minna á lækningaundur þau,
sem gerðust í sambandi við prestinn Ivan Ibsytch Ser-
geieff í Krónstað, sem Einar Kvaran gefur merkilegar
lýsingar af í bók sinni „Trú og sannanir".* Kraftaverk
hans voru oft vottfest af svo mörgum viðstöddum, að
meira en meðal brjóstheilindi þurfti til þess að neita raun-
veruleik þeirra, nema þá með orðum og hugsunarhætti
Voltaires, hins franska ritsnillings 18. aldarinnar, sem
sagðist ekki láta sér til hugar koma að trúa kraftaverki,
þó augu sín horfðu á það gerast, kraftaverk gæti aldrei
verið annað en skynvilla. Hinsvegar hefði rússneska kirkj-
an átt að geta sótt kraft í niðurstöður sálarrannsóknanna.
Þótt andstæðingar hennar, og raunar sumir velunnarar,
nefndu hana oft steinrunna helgisiðakirkju, þá átti hún
mikinn auð fagurra kirkjusiða, en þeir, eins og hinar
mörgu og tilkomumiklu grísk-kaþólsku kirkjubænir, voru
beinlínis byggðir á vissunni um nálægð hins andlega heims
í guðsþjónustu kirkjunnar og náið samstarf hans við hinn
jarðneska söfnuð. Stöðugt eru kerúbar og serafar lof-
sungnir, og prestur og söfnuður vita sig í nánu sambandi
* Trú og sannanir, Rvík, MCMXIX, bls. 77 nn.