Morgunn


Morgunn - 01.06.1932, Side 32

Morgunn - 01.06.1932, Side 32
26 MORGUNN hversu lengi sem henni kann að takast að halda því óvit- urlega viðhorfi. Um grísk-kaþólsku kirkjuna er erfitt að tala;.þunga- miðja hennar, rússneska kirkjan, er eins og kunnugt er í molum og hefir orðið að sæta afarkostum af hendi vald- hafanna. Hvort nokkuð ber á spiritistiskum áhrifum í því kirkjulífi, sem enn hrærist í Rússlandi, er mér ekki kunn- ugt um, og verður það að teljast mjög vafasamt; allur andi valdhafanna í ráðstjórnarríkjunum hlýtur samkvæmt eðli sínu að vera öllu slíku harðlega andvígur. í rússnesku kirkjunni, eins og hún var á meðan hún var ríkiskirkja Rússlands, var um merkilegt trúarlíf að ræða og var það oft auðugt af yfirvenjulegum fyrirbrigðum, sem hefðu átt að opna sálarrannsóknunum leið til áhrifa á rússneskt kirkjulíf. Má í því sambandi minna á lækningaundur þau, sem gerðust í sambandi við prestinn Ivan Ibsytch Ser- geieff í Krónstað, sem Einar Kvaran gefur merkilegar lýsingar af í bók sinni „Trú og sannanir".* Kraftaverk hans voru oft vottfest af svo mörgum viðstöddum, að meira en meðal brjóstheilindi þurfti til þess að neita raun- veruleik þeirra, nema þá með orðum og hugsunarhætti Voltaires, hins franska ritsnillings 18. aldarinnar, sem sagðist ekki láta sér til hugar koma að trúa kraftaverki, þó augu sín horfðu á það gerast, kraftaverk gæti aldrei verið annað en skynvilla. Hinsvegar hefði rússneska kirkj- an átt að geta sótt kraft í niðurstöður sálarrannsóknanna. Þótt andstæðingar hennar, og raunar sumir velunnarar, nefndu hana oft steinrunna helgisiðakirkju, þá átti hún mikinn auð fagurra kirkjusiða, en þeir, eins og hinar mörgu og tilkomumiklu grísk-kaþólsku kirkjubænir, voru beinlínis byggðir á vissunni um nálægð hins andlega heims í guðsþjónustu kirkjunnar og náið samstarf hans við hinn jarðneska söfnuð. Stöðugt eru kerúbar og serafar lof- sungnir, og prestur og söfnuður vita sig í nánu sambandi * Trú og sannanir, Rvík, MCMXIX, bls. 77 nn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.