Morgunn - 01.06.1932, Side 38
32
M 0 R G U N N
þennan mikla þorsta býr, hefir einmitt á vorum dögum
sýnt þau stórfeldustu ummerki, sem mannkynssagan þekk-
ir á þessu sviði, og þau birtast í sálarrannsóknum nútím-
ans. Hugsið yður þann volduga straum, hugsið .yður þá
magnþrungnu öldu; í Vesturheimi einum saman eru nú um
tíu miljónir manna, sem játa sig spiritista.
Eg rakst í sumar á smárit gefið út á dönsku, en
skrifað af íslendingi, í tilefni af alþingishátíðinni. Höf-
undurinn var að skrifa um andlegt líf á íslandi og mint-
ist meðal annars á spiritismann. Hann gat vitanlega ekki
neitað því, að sú stefna hefði borist hingað, en hann full-
yrti það, að hún hefði ekki látið eftir sig nokkur spor
í íslenzku þjóðlífi. Mér ofbauð þessi fullyrðing, og eg
fann, að maðurinn var þarna að skrifa það, sem hann
sjálfur hefði óskað að væri sannleikur, en hann var ekki
að skrifa sannleikann sjálfur. Eða er málinu e. t. v. á þann
veg farið, að þessi alheims-hreyfing, sem sýnt hefir ó-
venju mikið lífsmagn og er orðin að hjartans máli miljón-
anna úti í heimi og hefir auk þess unnið til fylgis við sig
nokkra af mikilhæfustu vísindamönnum hins siðmentaða
heims, er málinu á þann veg farið, að þessi hreyfing hafi
borizt hingað og flætt yfir þjóðina, án þess að þess sjá-
ist merki í lífi hennar? Er það sannleikur, að spiritism-
inn hafi á engan hátt mótað hugsun íslenzku þjóðarinn-
ar? Eg hygg, að fátt sé auðveldara en að' sýna fram á hið
gagnstæða. Fjöldi fólks, hér eins og í öðrum löndum, eink-
um þar sem ensk tunga er töluð, breytir mótstöðulaust
hugsun sinni um eilífðarmálin, án þess að gera sér grein
fyrir því, hvaðan hvötin til þess er komin, spiritisminn
gegnsýrir andrúmsloftið og hefir jafnvel mikil áhrif á
þá, sem telja sig honum andvíga, og það er tiltölulega auð-
velt að koma skynsömu og hleypidómalausu fullorðnu
fólki í skilning um þetta með því móti að fá það til þess
að rifja rólega upp fyrir sér það, sem því var kent um
eilífðarmálin í uppvextinum, og það, sem alment var trú-