Morgunn - 01.06.1932, Blaðsíða 39
MORGUNN
33
að um þau mál þá, og bera það síðan saman við ríkjandi
skoðanir vorra tíma. Það mun vera hægt að sannfæra
flest fullorðið eða roskið fólk um það, að munurinn er
^ikill. Öðru máli er að gegna um ungu kynslóðina, kyn-
slóðina, sem nú er að komast til vits og ára. Hún er að
ttúklu leyti alin upp við þann hugsunarhátt um eilífðar-
®álin, sem spiritisminn hefir mótað. Eg veit um mig, eg
&et ekki bent á neinn ákveðinn dag og sagt um hann: þá
^arð eg spiritisti; það andrúmsloft, sem eg bjó við, þeg-
ar eg hafði náð þeim þroska, að eg fór að gefa andlegu
ínálunum gaum af alvöru, var svo mótað af hinni nýju
þekking, að eg get nærri því sagt, að eg hafi orðið spiri-
tisti ósjálfrátt. Þaðan fekk eg aðgengilegustu og skynsam-
iegustu skýringuna á mörgu því, sem eg var að brjóta heil-
ann um; eftir að eg fór að kynnast því, sem ágætustu vís-
mdamenn höfðu ritað um málið af reynslu sinni, fanst
mér það ekki sanngjarnt og því síður skynsamlegt að vé-
íengja þaff, en leggja aftur fullan trúnað á það, sem
stjörnufræðin, sem eg lærði í mentaskólanum, sagði mér
llra fjarlægðina milli jarðar og sólar; hvorttveggja var
mér trúaratriði; eins og raunar flest er í lífi voru; eg
trúði reynsluþekking annara. Sálarrannsóknarmennirnir
sögðu mér, að þeir hefðu séð framliðna menn í líkama
Ur einkennilegu, en þó föstu efni, um þá hefðu þeir
íarið höndum og séð þá með berum augum; stjörnu-
íræðingarnir sögðu mér, hvað þeir hefðu séð á öðrum
tmöttum, raunar í margbrotnum og ákaflega samsettum
stjörnukíkjum. Hvorugt hafði eg séð, og því var úr vöndu
fyrir mig að ráða. En fyrst stjörnufræðingarnir höfðu
rett til þess að trúa verkfærunum, sem þeir höfðu búið
þá fanst mér að sálarrannsóknarmennirnir hlytu að
hafa rétt til þess að trúa augum sínum. Á þenna hátt
varð eg spiritisti, áður en eg fekk tækifæri til þess að öðl-
ast sjálfstæða reynslu. Margir gera vitanlega meiri kröf-
Ur- I flestum eða öllum efnum öðrum varð eg að láta mér
^^egja að treysta því, að vitrir menn og sannleikselskir
3