Morgunn - 01.06.1932, Page 41
MORGUNN
35
bandi langar mig til þess að minnast á það, að fólk hefir
látið í ljós við mig undrun sína yfir því, að eg skuli telja
ný-guðfræðina andvíga spiritismanum, og játa eg auð-
vitað að svo hefir hún ekki reynst hér á landi, nema að
litlu leyti; en hverjum er það að þakka, að íslenzka kirkj-
an hefir ekki þurft að reyna gjaldþrot ný-guðfræðinnar
svonefndu, eins og kirkjur sumra annarra landa? Það er
bví að þakka, að sá maður sem síðastliðna áratugi hafði
lang-mest áhrif á upprennandi prestastétt landsins, hafði
fyrir spiritismann eignast þá sannfæring um eilífðar-
^álin, sem jók honum stórlega þann skilning á andlegum
iyrirbrigðum, sem ný-guðfræðina skorti; eg held, að
hirkjunnar menn á íslandi séu enn ekki búnir að læra að
^eta það til fulls við próf. Harald Níelsson, hve merkilegt
Verk hann vann fyrir kirkju þeirra, þegar ný-guðfræðin
^ók að festa hér rætur, er hann með hjálp spiritismans
ieiddi hin ungu prestaefni yfir þær ógöngur, sem hún hef-
lr leitt fjölda marga presta í erlendis.
Andstaðan hér á landi fer minkandi, og sjálfsagt er
falsverður meiri hluti íslenzkra presta stefnunni velvilj-
aður; spiritisminn þiggur vitanlega ekki velvild þeirra
Seni nokkurskonar náðarbrauð; í nafni sannleikans tel-
Ur hann sig eiga rétt á henni; en þótt áhrif kirkjunnar séu
^ninni en þau hafa verið, fer því fjarri, að hún sé. orðin
nhrifalaus, og þess vegna eiga vinir spiritismans að beita
Hhrifum sínum við kirkjunnar menn, en vinir kirkjunnar
eiRa hinsvegar að kunna að fagna því, að hún tileinki sér
bað lífsmagn, sem í spiritismanum felst, og kirkjunnar
Vegna eiga þeir að vinna að því að svo verði.
„Það veldur sjaldan einn, þá tveir deila“, segir mál-
tækið. Hað er ekki alt af andstæðingunum að kenna, skiln-
1Hgsleysi þeirra eða þvermóðsku, að þeir eru mótfallnir
spiritismanum, því að það er vitanlega svo misjafnlega
^eð hann farið. Þess vegna verðum vér, sem viljum fram-
^n-ng málefnisins, að muna það, að á oss hvílir sú skylda,
nð fara varlega. Það er vitanlega hvoi’ki hægt né rétt að
3*