Morgunn - 01.06.1932, Síða 46
40
MORGUNN
hann er sóttur til. En þetta er alvarlegasta og oft og tíðuni
erfiðasta verk prestsins. Það er, eins og vitanlegt er, langt
frá því, að dauðvona sjúklingur sé ávalt ásáttur með það
að fara héðan, og þegar hann ber upp fyrir prestinum al-
varlegustu og þyngstu spurningar sínar um lífið eftir
dauðann, þá ríður honum ekki lítið á því að geta sætt
hinn sjúka við dauðann. Oft er svo ástatt að það er hæpið,.
að hinir sjúku geri sig ánægða með þau svör, sem ekki
verða sönnuð, eða a. m. k. ekki verða leiddar líkur að,
að séu sönnuð. Margir eru þeir, sem gerast trúaðri með:
aldrinum en þeir voru í æsku, en hitt kemur líka fyrir,
á undan síðustu stundinni, þegar maðurinn finnur dauð-
ann nálgast, að í sálinni rís sterkur efi, og hann þorir
ekki að trúa því, að lífinu stjórni kærleikur, sem muni gefa
honum nýtt líf og nýjan heim, þegar líkaminn deyr. Frá-
hvarfið frá kirkjunni á síðustu áratugum á áreiðanlega
ekki hvað minst rót sína að rekja til þess, að prestar henn-
ar hafa ekki haft þann boðskap um þessi mál að flytja,
sem nægt hefir þeim, er ekki gátu trúað skilyrðislaust.
„Eg trúi, en hjálpa þú trúleysi mínu“. Hversu margan
manninn langar til þess að trúa, en hann er svo gerður,
að hann þorir ekki að trúa, nema því að eins, að hann fáx
hjálp til þess, og ber ekki prestunum skylda til þess að
afla sér allra þeirra upplýsinga, allrar þeirrar þekkingar,
sem getur gert þá færa um að hugga þá, sem eru hrædd-
ir, að sætta manninn við engil dauðans, sem enginn fær
umflúið? í þessum efnum álít eg, að prestarnir geti hvergi
fengið aðra eins hjálp, og þá, sem spiritisminn býður
þeim. Eg hygg, að þegar til reynslunnar kemur og prestur-
inn stendur augliti til auglitis við þá miklu erfiðleika, sem
bíða hans, að þá sé honum og málefnum heilagrar kii’kju.
betur með því borgið, að hann hafi kynt sér vel eitt af
beztu ritum spiritismans, en þó hann þekti til hlítar mörg
venjuleg guðfræðirit, þótt góð væru. Guðfræðin er oftast
flókin og fjarlæg daglegu lífi fjöldans, en spiritisminn
fæst við þær spurningar, sem fyrir lang-flestum vaka, og