Morgunn


Morgunn - 01.06.1932, Side 54

Morgunn - 01.06.1932, Side 54
48 M OR GUNN dökkt, er skiftist því nær yfir miðju enni. Uað er dálítill sveipur í hárinu á honum hægra megin, einn lokkurinn yndi dálítið upp á sig og félli niður á ennið. „Hann hefir þá stundum sett dálítinn hnykk á höfuðið til að lagfæra þetta, en það hefir ekki dugað“. „Hann hefir fallegar, áberandi augnabrýr, ennið er hátt, breitt, og fallegt, nef- ið beint, hakan fríð og augun gráblá“. „Svipur hans og yfirbragð ber vott um ánægju og gleði“. Kannist þér við þennan pilt af þessari lýsingu?“ spurði frú Guðrún því næst frú S. Frú S. svaraði því neitandi. „Mér virðist það muni vera nokkuð langt síðan hann fór yfir um“, hélt frú Guðrún áfram. „Hafið þér ekki þekkt hann ungan?“ Frú S. kvaðst ekki geta áttað sig á því. „Nú sýnir hann mér brjóstið á sér“, sagði frú Guðrún því næst. „Hann segir mér, að hann hafi fengið brjósthimnubólgu, og út úr þeim sjúkdómi tæringu, er orðið hafi banamein hans“. Eg gat nú ekki lengur setið þegjandi hjá og hlustað á lýsingu frú Guðrúnar af pilti þessum. Lýsing hennar af honum var svo skýr og greinileg, að eg var í engum vafa um, að þarna var kominn til fundar við mig látinn góðvinur minn, greip því fram í og bauð hann velkominn. „Hann hugsar mjög sterkt og ákveðið um móður sína‘‘, sagði frú Guðrún. „Nú sé eg konu standa við hlið hans, er eg held áreiðan- lega að sé móðir hans. Þau eru töluvert svipuð að útliti“. „Hún er fölleit í andliti, og einkenni mikils starfs eru auðsæ í svip hennar“. „Nú kvaðst hún sjá þessa konu sitja inni í herbergi sínu, hún væri að sauma eða gera við föt, hún væri þar ein. Herbergið væri þakherbergi, ekki ríkmannlegt að sjá, en það væri viðfeldið og snoturt og allt bæri vott um prúða og snyrtilega umgengni. Þegar hún væri ein heima á kvöldin, þá hugsaði hún oft um hann með söknuði og þrá“. Sagði frú Guðrún að pilti þessum væri mjög annt um það, að eg færi heim til hennar og segði henni frá vellíðan hans. Eg tel rétt að gefa ykkur dálitla skýringu á því, er
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.