Morgunn - 01.06.1932, Qupperneq 54
48
M OR GUNN
dökkt, er skiftist því nær yfir miðju enni. Uað er dálítill
sveipur í hárinu á honum hægra megin, einn lokkurinn
yndi dálítið upp á sig og félli niður á ennið. „Hann hefir
þá stundum sett dálítinn hnykk á höfuðið til að lagfæra
þetta, en það hefir ekki dugað“. „Hann hefir fallegar,
áberandi augnabrýr, ennið er hátt, breitt, og fallegt, nef-
ið beint, hakan fríð og augun gráblá“. „Svipur hans og
yfirbragð ber vott um ánægju og gleði“. Kannist þér við
þennan pilt af þessari lýsingu?“ spurði frú Guðrún því
næst frú S. Frú S. svaraði því neitandi. „Mér virðist það
muni vera nokkuð langt síðan hann fór yfir um“, hélt frú
Guðrún áfram. „Hafið þér ekki þekkt hann ungan?“ Frú
S. kvaðst ekki geta áttað sig á því. „Nú sýnir hann mér
brjóstið á sér“, sagði frú Guðrún því næst. „Hann segir
mér, að hann hafi fengið brjósthimnubólgu, og út úr þeim
sjúkdómi tæringu, er orðið hafi banamein hans“. Eg gat
nú ekki lengur setið þegjandi hjá og hlustað á lýsingu frú
Guðrúnar af pilti þessum. Lýsing hennar af honum var
svo skýr og greinileg, að eg var í engum vafa um, að
þarna var kominn til fundar við mig látinn góðvinur minn,
greip því fram í og bauð hann velkominn. „Hann hugsar
mjög sterkt og ákveðið um móður sína‘‘, sagði frú Guðrún.
„Nú sé eg konu standa við hlið hans, er eg held áreiðan-
lega að sé móðir hans. Þau eru töluvert svipuð að útliti“.
„Hún er fölleit í andliti, og einkenni mikils starfs eru
auðsæ í svip hennar“. „Nú kvaðst hún sjá þessa konu
sitja inni í herbergi sínu, hún væri að sauma eða gera við
föt, hún væri þar ein. Herbergið væri þakherbergi, ekki
ríkmannlegt að sjá, en það væri viðfeldið og snoturt og
allt bæri vott um prúða og snyrtilega umgengni. Þegar
hún væri ein heima á kvöldin, þá hugsaði hún oft um hann
með söknuði og þrá“. Sagði frú Guðrún að pilti þessum
væri mjög annt um það, að eg færi heim til hennar og
segði henni frá vellíðan hans.
Eg tel rétt að gefa ykkur dálitla skýringu á því, er