Morgunn - 01.06.1932, Qupperneq 55
MOKGUNN
49
«g hefi verið að segja ykkur. Lýsing frú Guðrúnar á pilti
þessum er svo heilsteyptoggreinileg,að engum,semþekkti
hann, held eg sé unt að vera í vafa um það, hver hann er.
Hann veiktist ungur af brjósthimnubólgu ogfékkútúr þeim
sjúkdómi tæringu, er varð banamein hans, hann var þá rúm-
lega tvítugur að aldri. Og óneitanlega er það nokkuð ein-
kennandi fyrir hann, að fyrsta hugsunin, er hann kemur
í gegn, skuli vera helguð móður hans. Hann unni
henni hugástum og bar heill hennar og velferð mjög fyr-
ir brjósti, og að hann minnir mig á hana og biður mig
fyrir skilaboð til hennar, er óneitanlega nokkur trygging
þess, að hann hafi engu gleymt. Móðir hans flutti alfarin
til Reykjavíkur í fyrrahaust til sonar síns, er á hér heima.
Hún kom til bæjarins skömmu áður en eg kom hingað.
Vegna annríkis hafði eg ekki getað komið því við að heim-
sækja hana, en gjörði það þegar daginn eftir. Eg komst
þá að raun um það, að lýsing frúarinnar á íbúð þeirra
mæðgina er rétt og eðlilegt, að hún sjái hana eina heima
í herbergi sínu, því sonur hennar var þá fjarveranai
vegna atvinnu þeirrar, er hann hafði austur í sveitum.
Lýsing frúarinnar á útliti þessarar konu, er hann vekur
athygli á og sýnir henni að sé móðir sín, er rétt, og mjög
■eðlilegt, er hún sér hana, að athygli hennar beinist að ein-
kennum þeim í svip hennar, er minna á starf og strit, því
hún er starfskona mikil, og það er vafalaust rétt, að hún
hugsar einatt um þennan son sinn, því að umhyggjusam-
ari eða trygglyndari móður hefi eg naumast þekkt.
„Nú sýnir hann mér landslag", hélt frú Guðrún á-
fram. „Eg sé stóran fjörð, en þaðan er hann stendur sér
ekki út í fjarðarmynnið, fjörðurinn sýnist lokaður. Hann
sýnir mér sömuleiðis sveit hinumegin við fjörðinn, og
fjörðurinn virðist umluktur fjöllum á þrjá vegu; þau sýn-
ast ekki mjög há. Svo sé eg dálitla vík, sem gengur inn í
ströndina þeim megin við fjörðinn, er hann stendur. Nið-
ur við hana sýnist mér eg sjá eins og dálítið þorp, en þau
hús virðast mér öll óvenju smá“. Bak við hann kvaðst hún
4