Morgunn - 01.06.1932, Síða 62
56
MOKGUNN
missa andann. Eftir örlitla stund heyrðist aftur til Finnu-
„Þeir hafa drukknað“, sagði Finna, „en mér finnst a&
þeir hafi þó ekki beinlínis verið sjómenn. Ó Jesús minn
góður, eg sé þá í sjónum. Guð almáttugur, blessaðir dreng-
irnir“, og hún hljóðaði upp yfir sig í skelfingu. „Guði sé
lof eg sé þetta ekki lengur. Nú sé eg þá aftur hérna, þeir
segjast ætla að koma aftur, ef Guð lofar, segja þeir. En
hvað þetta eru vel innrættir drengir*'. Finna segir, að
dökkhærði drengurinn taki það fram, að koma þeirra að
sambandinu þetta kvöld standi í sambandi við það, sem eg
hefði verið að gera áður en eg fór á fundinn. Við lýsingu
Finnu af þessum drengjum kannast eg ágætlega. Það er
rétt hjá Finnu, að þeir voru ekki bræður. Dökkhærði
drengurinn, Gunnlaugur að nafni, er sonur Ólafs Helga-
sonar núverandi bónda á Helgustöðum í Reyðarfirði, em
hinn, Valgeir Vilhjálmsson, var alinn upp á heimilinu, en
eðlilegt henni virðist við fyrstu sýn þeir vera bræður, því
með þeim var einlæg bróðurvinátta. Eðlilegt þeir þekki
mig, eg hafði stundum verið kennari á heimili þeirra og
langdvölum aðra tíma árs. Þeir drukknuðu af vélbát
haustið 1923 ásamt tveim öðrum frá sama heimilinu, þ.
e. Helgustöðum, en þó dauða þeirra bæri þannig að, er
naumast rétt að nefna þá sjómenn, eins og Finna líka tek-
iur fram, því þeir unnu jafnframt að venjulegum heimilis-
störfum, og það er heldur ekki út í bláinn að Finna get-
ur þess, að öllum, er kyntust þeim, muni hafa þótt vænt’
um þá. Með prúðmensku og vönduðu dagfari í orði og
verki áunnu þeir sér vinsældir og hylli allra þeirra, er
kynntust þeim. Þetta sama kvöld, rétt áður en eg fór á
fundinn, var eg að skrifa pabba hans, (þ. e. dökkhærða
piltsins) bréf, sagði honum í því bréfi frá fundi þeim, er
eg sagði ykkur frá í upphafi erindis míns, því hann kann-
aðist vel við þann mann, en mér vanst ekki tími til að
ljúka við bréfið, en mig minnir fastlega, að eg hafi minnst
á það í því, að eg væri að fara á fund, og óskaði þess, að
eg fengi eitthvað þar, er ætti erindi til hans, og er svo að