Morgunn - 01.06.1932, Qupperneq 66
60
MORGUNN
Einar H. Kvaran: „Að hverjum finst þér þú vera
að leita?“
Röddin: „Eg er að horfa til lands; eg sé ekkert. Eg
er að leita að honum Jóhann-esi“. (Endingin eins og bætt-
ist við fyrri hluta nafnsins).
Einar H. Kvaran: „Getur þú sagt okkur, hver þú ert?“
Röddin: „Eg held eg sé ofan úr sveit; eg er svo rugl-
aður. Eg get ekki áttað mig. Eg sé ekki hann Jóhannes".
Einar H. Kvaran: „Viltu finna einhvern Jóhannes?“
Röddin: „Jóhannes er ekki hér, hann er langt í burtu,
á heima langt í burtu“.
Meðan samtal þetta fór fram, fanst mér alt af skýr-
ar og greinilegar, sem gestur þessi ætti erindi við mig,
án þess eg vissi, hvernig á því stæði, og greip því fram í
samtal þeirra.
Eg: „Fórstu af skipi?'*
Röddin: „Nei, ekki af skipi; eg var á bátnum, stóra
bátnum“.
Eg: „Var það opinn bátur?“
Röddin: „Nei, það var vél í honum, mótorbátur".
Eg: „Voruð þið margir á bátnum, þegar hann fórst?‘‘
Röddin: „7. Nei, þetta er ekki rétt, það ruglast alt af
fyrir mér, eg held við höfum verið 4. Eg skauzt á eftir
þeim, eg veit ekki hvort eg mátti það“.
Eg: „Á eftir hverjum skajuztu, eða með hverjum
komstu hingað?“
Röddin: „Hinum tveimur, sem líka voru á bátnum,
er hann fórst“.
Eg: „Þekkirðu eitthvert okkar?“
Röddin: „Eg sé ykkur varla, eg sé ykkur svo óljóst.
En það er einhver hérna, sem dregur mig til sín og vill
halda mér föstum í sambandinu". En þegar hann sagði
þessa setningu, brá fyrir hreimi í málrómi hans, er sann-
færði mig þegar um, hver þarna væri að tala. Hann kvaðst
nú verða að fara úr sambandinu, hann hefði farið í gegn í