Morgunn - 01.06.1932, Blaðsíða 71
MORGUNN
65
gátum við talað saman í næði, og verið út af fyrir okkur, er
við vildum. Þar var almenningur ekki eins mikið og minna
gengið um en annars staðar“. Því næst minnti hann á, að
undir glugganum hefði verið borð, undir því hefðu ver-
ið fjórar lappir rendar, og það hefði ekki verið fast við
þilið; það hefði aðallega verið notað til að skrifa við það.
Frú Kvaran spurði hann, hvort hann gæti sagt meira um
borðið. Hann svaraði því játandi. „Það voru skúffur í
því, ein miðskúffa stærst og tvær minni, ein sitt hvoru
megin við miðskúffuna“. Minnti enn fremur á það, að
rúm hefði staðið í herberginu, það hefði verið úr tré, með
stólpum á hornunum og bríkur á endunum; sig minnti það
hefði verið rauðmálað; hann kvaðst oftast hafa sofið
þarna í herberginu, er hann hefði átt þarna heima, en þó
ekki allt af, en eg hefði stundum verið þar líka og sofið
þá hjá sér. „Eitthvað fleira ætlaði eg að segja, en nú á eg
•erfiðara með að halda því föstu“. „Geturðu sagt mér,
hvað var í horninu á herberginu andspænis rúminu?'
;spurði eg. „Eg ætti nú að muna þetta“, hélt hann áfram,
„en þetta vill ruglast fyrir mér. Bíðum nú við; það var eitt-
hvað kringlótt, við höfðum hita af því“. „Var það ofn“,
spurði frú Kvaran. „Ekki venjulegur ofn“; svaraði hann,
„það mátti flytja hann til, olíuofn, það var olíuofninn
minn“. Eg bjóst við því, að hann mundi svara spurningu
minni með því að minna mig á hyllu og fatahengi, en í
þess stað minnir hann mig á olíuofninn, og er mér það
töluverður fengur, því að eina nótt kom hann sér vel.
Við vöktum dálítið fram eftir nóttunni og við þá nætur-
vöku á hann vafalaust jafnframt með þessu, en frá því
atriði hirði eg ekki um að skýra nánar af sérstökum á-
stæðum, enda hefir það að mestu persónulegt sannana-
gildi fyrir mig. Á Helgustöðum niðri í húsinu er lítið her-
bergi, í daglegu tali venjulega nefnt herbergið. Lýsing
hans á því, og því er hann lýsir þar inni er hárrétt og
sömuleiðis það er hann segir um samveru okkar í þess-
um bæ. Um þessa menn og samveru mína með þeim hefir
5