Morgunn - 01.06.1932, Blaðsíða 73
M 0 11 G IJ N N
67
það stendur undir glugga, henni hefir þótt gaman að
leggja á borðið og taka á móti gestum. Glugginn sýnist
ekki stór; herbergi þetta, er hún sýnir mér, sýnist frem-
ur fátæklegt, en snoturt, og alt ber vott um prúða og
snyrtilega umgengni. Fyrir glugga þessum eru tjöld, er
draga má til og frá. Nú vekur hún athygli mína á sálma-
bók, er hún sýnir mér; hún er í dökku bandi með gyltum
krossi framan á“.
Athygli frúarinnar beindist nú að manni þeim, er
sat hægra megin við mig, þ. e. Ólafi Helgasyni. Spurði
hún hann að því, hvort honum fyndist hann ekki vera eitt-
hvað undarlegur, hvort hann fyndi ekki eitthvað liggja
ofan á hægri handleggnum á sér, og þykir sennilegt hann
muni finna eitthvað til í hnjánum. Svaraði Ólafur þessu
játandi. Ráðlagði frúin honum að hreyfa sig sem minst
og vera sem kyrrustum. „Eg sé konu standa hjá yður“,
hélt frú Guðrún áfram. „Hún stendur hægra megin við
yður, og hallar sér fram á handlegginn á yður; mér virð-
ist hún svona í meðallagi há. Hárið er dökkleitt, fléttað,
hún er í peysufötum með skotthúfu á höfði“, skúfurinn
lægi niður með vanganum, hægra megin, og kæmi fram
fyrir öxlina. „Hún væri fremur grönn, smágerð í andliti,
heldur föl yfirlitum, fremur skarpleit, kinnbeinin há, var-
irnar heldur þunnar, ekki tiltakanlega samt, nefið hátt og
beint, virtist eins og dálítið hafið upp að framan, augun
grá eða mógrá, brúnastór, og þegar hún lyfti brúnum
kæmu hrukkur á ennið; svipur hennar lýst einbeitni, festu
og viljaþreki. Getið þér kannast við þessa stúlku af lýs-
ingunni?“ spurði frú Guðrún því næst Ólaf Helgason.
Hann kvað sér það naumast unt að segja ákveðið um það
þá samstundis. „Það líður eins og skuggi af alvöru yfir
andlit hennar“, sagði frú Guðrún, „en mér finst að sams-
konar svipbrigði muni hafa einkent yfirbragð hennar, er
henni féll eitthvað miður. En það eru fleiri hjá yður“,
mælti frú Guðrún. „Vinstra megin við yður sé eg ungan
pilt. Eftir útliti að dæma virðist hann vera innan við tví-
5*