Morgunn - 01.06.1932, Page 77
M 0 II G U N N.
71
engum vafa um það, að pilturinn, sem þar kom til fundar
við hann, væri Gunnlaugur sonur hans, er eg hefi áður
minst á í erindi mínu, og druknaði haustið 1923. Umsögn
frúarinnar um hann, skapgerð hans og persónuleika, lýs-
ing hennar af útliti hans, staðfesti hann með umsögn sinni
að væri hárrétt. Þriðja manninn þekti hann einnig af lýs-
ingu frúarinnar. Væri það rétt lýsing af mági sínum, er
druknaði ásamt hinum nefnt haust, og það væri líka rétt,
að hann hefði látið eftir sig konu og börn. Þessi þrjú, er
þarna hefðu komið, hefðu öll verið samvistum á heimili
sínu, og eðlilegt að sonur hans þekti mig af ástæðum þeim,
er eg þegar áður hefi tekið fram. Að þessi piltur hefði
komið áður til fundar við mig hjá öðrum miðli, vissi frú
Guðrún ekkert um.
Tíminn leyfir mér ekki að segja fleira af sannana-
tilraunum þeirra að þessu sinni, og eg sé ekki ástæðu til
að fjölyrða miklu meira um þær. Eg get að vísu ekki sagt
neitt um það, hvers virði þið kunnið að telja þær sannan-
ir, sem þeim hefir hepnast að koma í gegn, sem viðbótar-
sannanir fyrir framhaldslífi mannanna alment skilið —
Sumir þeirra, er einkum vilja losna við spiritistisku skýr-
inguna fyrir alla muni, vilja halda því fram, stundum
nokkuð þrákelknislega, að miðlarnir sæki slíka vitneskju
sem þessa í hugi viðstaddra fundarmanna. En hvert sækja
þeir þekkingu á þeim viðburðum, sem engir viðstaddir
vita neitt um, en við nánari eftirgrenslan reynast réttir?
Leyfi eg mér í því sambandi að minna á lýsingu Finnu á
ferðalagi drengjanna upp í Fljótsdalshérað, og jarpa hest-
inn. Er yfir höfuð unt að gera sér í hugarlund, að slik
vitneskja komi frá öðrum en þeim, er segjast vera þar
að verki, þ. e. framliðnum mönnum? Er líklegt, að miðill
geti líkt eftir málróm manns, sem hann hefir aldrei heyrt
tala, og enga hugmynd haft um, að nokkru sinni hefði
verið til. Óneitanlega virðist mér það vera nokkuð ótvíræð
sönnun fyrir framhaldslífi áður nefnds góðvinar míns, er
eg heyrði hann tala af vörum miðilsins, eins og eg hefi