Morgunn - 01.06.1932, Qupperneq 79
MOEGUNN'
73
Merkur raddamiðill í Glasgow.
Erinöl flutt í S. R. F. í.
Eftir Eggert P. Briem.
Það hefir áður fallið í mitt hlutskifti að segja yð-
ur í stuttu máli frá ýmsum nýútkomnum bókum um sál-
ræn efni, og svo verður það enn í kvöld.
Það sem eg ætla að segja yður frá núna, er úr bók,
sem kom út í Englandi fyrir stuttu síðan, og nefnist ,,On
the Edge of the Etheric“ eða „Á takmörkum ljósvaka-
sviðsins“. Bók þessi hefir vakið óvenju mikla athygli,
ekki aðeins meðal þeirra, sem sérstaklega hafa áhuga
á sálrænum efnum, heldur að því er virðist einnig með-
al annara.
Hún er ein af þeim bókum, sem hefir verið hvað
mest eftirspurð síðasta mánuðinn, og í byrjun þessa
mánaðar var búið að prenta hana upp átta sinnum, þó
aðeins tveir mánuðir væru liðnir frá útkomu hennar.
Sennilega á bókin þessum vinsældum að fagna, vegna
þless hve ljóst er sagt frá hinu helzta, sem gerist hjá
miðlum og hve eðlilegar og sennilegar skýringar höf-
undurinn, Mr. J. Arthur Findlay, gefur á fyrirbrigðum
þeim, sem gerast. Mr. Findlay er búsettur í Glasgow,
og hefir með höndum endurskoðunarstarfsemi og eftir-
lit með bókhaldi (chartered accountant). Er slíkt starf
að nokkru leyti opinber staða, og þarf sérstakt próf til
þess að gerast endurskoðandi í Englandi, og vita allir,
sem til þekkja, að til þeirra starfa veljast ekki nema
sérstakir hæfileikamenn, enda þarf jafnan talsverða
þekkingu og mikla gagnrýni við þessi störf. Það er því
mjög hæpið að slíkur maður láti blekkja sig, þegar
hann fer að fást við rannsóknir miðilsfyrirbrigða, en
hann hefir nú síðustu tólf árin haft með höndum stöð-