Morgunn - 01.06.1932, Side 83
MORGUNN
77
að komast í samband við framliðna menn í eterheim-
inum, og hefir það oft verið ljósmyndað og jafnvel hluti
af því rannsakaður efnafræðislega.
tJr þessu útfrymi er oss sagt að búin sé til einskon-
ar gríma, eða mót af því sem líkist andliti, munni og
hálsi. Þessari grímu er svo venjulega komið fyrir inni
í miðjum hringnum, og sá, sem vill tala kemur og
þrýstir andliti sínu inn í hana, og loðir gríman þá við
hann. Getur hinn framliðni þannig notað hana til þess
að tala með. Ef skilyrði eru góð og nóg útfrymi fyrir
hendi, eru stundum búnar til fleiri en ein slík gríma, og
geta þá fleiri talað í einu.
Til þess að gera röddina sterkari eru svo notaðar
talpípur eða lúðrar, sem eru víðai'i í annan endann, til
þess að auka hljóðið. Það er sjaldan að útfrymið haldist
mjög lengi þannig mótað, og er það gjarnt á að aflíkam-
ast eftir stutta stund. Dofnar röddin þá, og heyrist jafn-
vel alls ekki, þótt hinn framliðni haldi áfram að tala,
því hann verður oft ekki var við að hætt er að heyrast
til hans. Þá er það oft að bíða verður um stund þar til
svo mikið hefir safnast af útfrymi aftur, að hægt er að
byrja að tala á ný.
Nú er vitanlegt að til þess að talið heyrist, þarf að
koma loftinu á hreyfingu, svo hljóðbylgjur myndist.
Hvernig loft fæst til þess að framleiða hljóðið hefir
mörgum verið nokkur ráðgáta, en höfundur þessi segir
að barki miðilsins sé notaður að einhverju leyti til þess
að framleiða það, þó það sé ekki á þann hátt, að loft
úr lungum miðilsins leiki um raddböndin á venjulegan
hátt. En hljóðið er síðan leitt að talpípunni eftir útfrym-
ispípu sem liggur frá miðlinum og kemur þannig að
notum.
Það er ekki ósennilegt að slíkt eigi sér stað, og að
það sé ástæðan til þess að beinu raddirnar geti borið
undarlega mikinn blæ af rödd miðilsins. En þegar
slíkt kemur fyrir, er jafnframt mjög hætt við að menn