Morgunn - 01.06.1932, Side 91
MORGUNN
85
og alstaðar í honum er annar efnisheimur, sem er úr
efni, sem hefir hærri sveifluhraða en þann, sem þú
skynjar. Alheimurinn er ein stórfeld heild, en þú get-
ur að eins orðið var við það sem þú sér, heyrir og finn-
ur til. Þú mátt trúa mér, það eru aðrir efnisheimar, fín-
gerðari en fýsiskt efni, þar sem lifað er lífi, sem þið
á jörðinni getið ekki gert ykkur í hugarlund hvernig er.
Þessi heimur, sem eg fór til eftir það sem þið kallið
dauða, er tengdur við ykkar jörð. Alt í kring um jörð
ykkar eru svæði, sem eru mismunandi að þéttleika, og
þessi svæði snúast með jörðinni og á sama hátt og hún.
Sp.: Er ykkar heimur þá raunverulegur og áþreif-
anlegur heimur?
Sv. :Já, hann er mjög áþreifanlegur fyrir okkui', en
ástandið, sem við erum í, kemur undir hugarástandi
okkar. T. d. getum við, ef við óskum þess, breytt um-
hverfinu svo að það verði miklu fallegra í augum okk-
ar. Hugur okkar hefir mikla þýðingu í lífi okkar hér.
Alveg eins og við lifum í umhverfi, sem hæfir andleg-
um þroska okkar, laðast það fólk hvað að öðru, sem er
á svipuðu þroskastigi. Það sem líkist hvað öðru í þess-
um heimi verður saman. Þetta lögmál verkar á sama
hátt á milli heimanna. Menn laðast hverjir að öðrum,
og þeir sem hafa ilt hugarfar hér, eru í nánustu sam-
bandi við þá, sem hafa svipað hugarfar í ykkar heimi,
og sarna máli er að gegna um það góða. — Vér getum,
er vér viljum, gjörst jarðneskir, ef svo má segja, með
því að minka sveifluhraða okkar. Líkamir okkar verða
þá þyngri og þéttari í sér og jafnvel sýnilegir mannleg-
um augum, eða að minsta kosti geta þeir jarðarbúar
séð okkur, sem hafa hæfileika til að verða varir við
þann sveifluhraða, sem við komumst niður í.
Sp.: Koma allir íbúar ykkar heims í samband við
jörðina við og við?
Sv.: Því hærra sem við komumst og því meiri þroska
sem við náum, því minna erum við í sambandi við ykk-