Morgunn - 01.06.1932, Qupperneq 94
88
MORGUNN
eterlíkami er alveg- eins efnislegur fyrir okkur núna,
eins og efnislíkaminn var meðan við lifðum á jörðinni.
Við höfum sömu tilfinningarnar, þegar við snertum hlut,
finnum við til hans. Þegar við lítum á eitthvað, getum
við séð það. Þó að líkamir okkar séu ekki efnislegir í
þeim skilningi, sem þið leggið í það, eru þeir að öllu
leyti eins efnislegir fyrir okkur eins og jarðlíkami okk-
ar var, þegar við vorum á jörðinni. Við förum úr einum
stað í annan, eins og þið gerið, en miklu fljótar en ykk-
ur er mögulegt.
Sp.: Hvað er sálin, eða hugurinn? Er það eitthvað,.
sem er óháð heilanum?
Sv.: Sannarlega er hún óháð heilanum. Þú flytur
sálina eða hugann hingað, en þú skilur efnisheilann
eftir á jörðinni. Hugur okkar hér verkar á eterheila
okkar, og gegnum hann á eterlíkama okkar, alveg eins-
og efnisheili ykkar verkar á efnislíkama ykkar.
Sp.: Viltu segja mér eitthvað frekar um ykkar
heim?
Sv.: Allir, sem eru á sama sviði, geta séð og snert
sömu hlutina. Ef við horfum á grasblett, sjá allir að þar
er grasblettur. Þeim, sem hafa sama andlegan þroska,
kemur alt eins fyrir sjónir, það er ekki neinn draumur.
Alt er raunverulegt fyrir okkur. Við getum sezt niður
og skemt okkur með kunningjum okkar, rétt eins og
þið gjörið á jörðinni. Við höfum bækur og getum lesiö
þær. Við höfum sömu tilfinningarnar og þið hafið. Við
getum gengið okkur til skemtunar og þá kanske hitt
kunningja, sem við höfum ekki séð lengi. Við finnum
ilminn af blómum og jurtum eins og þið gerið. Við tín-
um blóm eins og þið. Alt er áþreifanlegt, en alt er lika
fegurra en á jörðinni. Það er öðruvísi en um jurtirnar
hjá ykkur, því þær deyja ekki, heldur hætta að vaxa
og hverfa eða aflíkamast, þegar þeirra tími er kominn.
Það er til hér eitthvað, sem er líkt því, sem þið kallið
dauða, en við köllum það umbreytingu. Eftir því sem