Morgunn - 01.06.1932, Qupperneq 96
MORGUNN
90
Sv.: Já, það gera þau sannarlega. Ekkert líf slokkn-
a,r út, en dýrin lifa ekki í andaheiminum, sem venjulega
er kallaður svo. Þau hafa sinn eigin andaheim, en ef t.
d. hundur hefir verið mjög hændur að húsbónda sínum,
þá getur hann verið með honum hér, þegar þeir báðir
eru komnir inn í annan heim.
Sp.: Hvernig eru húsin ykkar?
Sv.: Húsin okkar eru alveg eins og við óskum að
hafa þau. Húsin ykkar á jörðinni verða fyrst til í huga
ykkar. Síðan er efnið sett saman eftir því, sem þið hafið
hugsað ykkur, til þess að það verði eins og þið óskið.
Hérna höfum við mátt til þess að móta eterefnið eins
og við hugsum okkur.
Sp.: Hvaða mál talið þið?
Sv.: Það eru töluð ýms mál eins og á jörðinni, en
menn tala saman með huganum og þurfa ekki að nota
orð eingöngu eins og þið þurfið á jörðinni.
Sp.: Hvaðan fáið þið birtuna og hvenær sofið þið?
Sv.: Ef við viljum hvílast, getum við látið verða
rökkur, ekki samt eins dimmt og hjá ykkur, en nóg til
þess að við getum hvílst. Hér er aldrei nótt, eins og átt
er við, þegar talað er um nótt hjá ykkur. Yið höfum
enga sól, en samt fáum við alla þá birtu sem við þurfum.
Við fáum birtuna okkar frá uppsprettu alls ljóss.
Ýmsar fleiri spurningar og svör fara á milli höf-
undar og þeirra, sem hann hefir samband við, en þær
ganga að mestu út á, hvernig beinu raddirnar eru fram-
leiddar og hvernig sambandsástandinu sé varið. Hefi
eg minst á nokkuð af því áður í kvöld, og sé því ekki
ástæðu til að fara frekar út í það að svo stöddu.
Yður finst þetta ef til vill hafa verið nokkuð sund-
urlaust, en það vill oft verða svo, þegar sagt er frá því,
sem fram hefir farið á einum ákveðnum fundi. Spurn-
ingarnar vilja þá fara út í ýmislegt, eftir því sem til-
efni gefst til, og ekki verða sem skipulegastar.
j