Morgunn


Morgunn - 01.06.1932, Page 101

Morgunn - 01.06.1932, Page 101
MORGUNN 95 beinvaxinn og kjólklæddan mann í forstofunni hjá sér. Hann ávarpaði hana og mælti: „Það var sá 23. í gær. Eg ætlaði bara að sýna mig, til þess að þér munið, að eg hefi komið hingað“. Þá hvarf hann. Frúin sá hann alls 5 sinnum. Fjórða skiftið, sem hún sá hann, var liðið nákvæmlega eitt ár síðan hún sá hann fyrst. Hún var þá í trance, og sat uppi í rúmi sínu að næturlagi. Þá talaði hún við þennan gest nokkuð lengi og maðurinn hennar hlustaði á — það er að segja, hann heyrði það sem konan hans sagði, og að nokkuru leyti gat hann ráðið það af ummælum hennar, hvað gesturinn hefir sagt, og það, sem á vantaði, fékk hann með því að spyrja konu sína, áður en hún vaknaði úr sambandsástandinu. Svo skrifaði hann frásögu um þetta tafarlaust um nóttina, þegar samtalinu var lokið. í þessari samræðu kom það meðal annars fram frá gestsins hálfu, að hann gæti ekki komist í samband við aðra framliðna menn, og að engir aðrir jarðneskir menn en hún hefðu séð sig, þó að hann hefði verið þar. Hann kvaðst ekki geta beðið til guðs, en að gjarnan vildi hann, að hún hjálpaði sér til að geta það. Ekkert mintist hann á neitt sérstakt erindi, sem hann ætti þangað í húsið. Síðasta skiftið — áður en þeir atburðir gerðust, sem eru aðalatriðin í þessari frásögn — birtist hann henni 21. des. 1927. Þá sá hún hann ganga þvert yfir svefnherbergið þeirra og gráta. Þann 15. okt. 1928 heimsótti miðillinn, frú Ingi- björg, ásamt móður sinni og frændkonu, þessi hjón. Hún vissi ekkert um sýnir húsfreyjunnar. Sambands- fundur var haldinn, og Ingibjörg lýsti í trance kjól- klædda manninum. Það voru hinir framliðnu bræður hennar, sem komu honum þar á framfæri. Ingibjörg spyr, hvort þau hafi nokkurn tíma verið saman á dans- leik, og auðheyrt er, að henni lízt vel á hann. Gestur- inn biður fyrirgefningar á því, að hann troði sér hér inn, segir til nafns síns og kveðst hafa beðið eftir tæki-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.