Morgunn - 01.06.1932, Page 101
MORGUNN
95
beinvaxinn og kjólklæddan mann í forstofunni hjá sér.
Hann ávarpaði hana og mælti: „Það var sá 23. í gær.
Eg ætlaði bara að sýna mig, til þess að þér munið, að
eg hefi komið hingað“. Þá hvarf hann.
Frúin sá hann alls 5 sinnum. Fjórða skiftið, sem
hún sá hann, var liðið nákvæmlega eitt ár síðan hún sá
hann fyrst. Hún var þá í trance, og sat uppi í rúmi sínu
að næturlagi. Þá talaði hún við þennan gest nokkuð
lengi og maðurinn hennar hlustaði á — það er að segja,
hann heyrði það sem konan hans sagði, og að nokkuru
leyti gat hann ráðið það af ummælum hennar, hvað
gesturinn hefir sagt, og það, sem á vantaði, fékk hann
með því að spyrja konu sína, áður en hún vaknaði úr
sambandsástandinu. Svo skrifaði hann frásögu um þetta
tafarlaust um nóttina, þegar samtalinu var lokið.
í þessari samræðu kom það meðal annars fram frá
gestsins hálfu, að hann gæti ekki komist í samband við
aðra framliðna menn, og að engir aðrir jarðneskir menn
en hún hefðu séð sig, þó að hann hefði verið þar. Hann
kvaðst ekki geta beðið til guðs, en að gjarnan vildi hann,
að hún hjálpaði sér til að geta það. Ekkert mintist hann
á neitt sérstakt erindi, sem hann ætti þangað í húsið.
Síðasta skiftið — áður en þeir atburðir gerðust,
sem eru aðalatriðin í þessari frásögn — birtist hann
henni 21. des. 1927. Þá sá hún hann ganga þvert yfir
svefnherbergið þeirra og gráta.
Þann 15. okt. 1928 heimsótti miðillinn, frú Ingi-
björg, ásamt móður sinni og frændkonu, þessi hjón.
Hún vissi ekkert um sýnir húsfreyjunnar. Sambands-
fundur var haldinn, og Ingibjörg lýsti í trance kjól-
klædda manninum. Það voru hinir framliðnu bræður
hennar, sem komu honum þar á framfæri. Ingibjörg
spyr, hvort þau hafi nokkurn tíma verið saman á dans-
leik, og auðheyrt er, að henni lízt vel á hann. Gestur-
inn biður fyrirgefningar á því, að hann troði sér hér
inn, segir til nafns síns og kveðst hafa beðið eftir tæki-