Morgunn - 01.06.1932, Síða 103
M 0 R G U N N
97
•eg hefi þegar getið um, var viðstaddur þessa tilraun, á-
samt 4 öðrum auk miðilsins. Hann hefir samið mjög ná-
kvæma frásögn um það, er nú gerðist. Eg verð að láta
mér nægja að segja yður ágrip af þeirri frásögn. En
eg vona að ágripið nægi til þess að gera yður skiljanlegt,
hve merkilegt það er, sem þarna fór fram.
Miðillinn fór inn í svefnherbergi hjónanna og fund-
armenn eltu hana. I einu horni herbergisins voru dyr
inn að einhverri smákytru, sem var undir súð, og við
þær dyr hafði húsfreyjan tvívegis séð gestinn hverfa.
Inn um þessar dyr var þá ekki hægt að komast, því að
húsgögn höfðu verið sett inn í kytruna og fyrir dyrnar.
Húsbóndinn fór þá aðra leið inn í þetta litla herbergi,
ýtti húsgögnunum frá dyrunum, og gangur varð eftir
miðju gólfinu. Húsráðandi segir svo frá:
,,Eg lauk upp hurðinni; frú Ingibjörg kom inn og
konan mín kom á hæla henni. Nú var orðið svo þröngt,
að við stóðum öll alveg hvert hjá öðru. Meðan á þessu
ferðalagi stóð, hafði frú Ingibjörg alt af verið að tala
við ókunna manninn og Ludvig. Þegar hún var komin
inn í kytruna, stóð frú Ingibjörg kyr nokkura stund á
miðju gólfi, sneri sér að götunni og eins og þreifaði með
hendinni út í loftið tvisvar sinnum í áttina til suðvestur-
hornsins á herberginu; og tvisvar lagði hún höndina á
súðina.
„Það var þá hér“, segir hún í sambandsástandinu.
— „Þykir ykkur verra að ljósið komi frá tveim hliðum“?
Ljós kom frá tveim hliðum, frá forstofunni og frá suð-
nrglugga. Nú lokaði húsbóndinn hurðinni að forstof-
unni, svo að birta kom að eins frá glugganum. Frú Ingi-
björg stendur nú á miðju gólfi og réttir út frá sér hönd-
ina — lófinn upp. Alt í einu heyrist ofurlítill smellur, og þá
liggja í hendinni á henni tvö bréf, og bundinn utan um þau
rauðbrúnn, mjór spotti. Þá fer hún aftur inn í svefnher-
bergið, nemur þar staðar við ofninn og segir, að bréfin eigi
að brenna. Við hjónin stóðum alveg hjá henni og litum
7