Morgunn - 01.06.1932, Page 105
M0R6UNN
99
tilraunafundi 3. í jólum 1929, þegar frú Ingibjörg var í
sambandsástandi, var hún og faðir hennar látin halda á
pappírsörk milli sín, bæði með báðum höndum. Fimm
manns horfðu á þetta í fullu ljósi.
Þá kemur alt í einu hringur úr hári á pappírsörkina.
í sama bili er bæjarfógetinn spurður, af vörum miðilsins,
hvort hann finni nokkuð. Og á því augnabliki finnur hann
sterkan straum, líkan rafmagnsstraum, fara frá herðun-
um niður eftir handleggjunum. En miðillinn kvartar, í
sambandsástandinu, svo mjög um sársauka rétt á eftir, að
hún fer að gráta. Samt líður sá sársauki mjög fljótt frá-
Allir reka upp undrunaróp, þegar þeir sjá hringinn.
Einn ætlar að taka hann. Þá er sagt af vörum miðilsins:
„Snertið hann ekki enn — hann kann að hverfa“. Eftir
örlitla stund er bæjarfógetanum sagt að reyna að taka
hann upp og leggja hann svo aftur á sama stað. Hann
gerir það og er spurður með sama hætti, hvort hann
finni til hans eins og hlutar. Ósýnilegu gestirnir vita
auðsjáanlega ekki með vissu, hvort tilraunin hafi tek-
ist. Þeir láta alla viðstadda þreifa á hringnum og spyrja,
hvort allir hafi fundið, að þeir tækju á nokkuru. Allir
höfðu fundið það. Þá segja þeir, að nú verði að geyma
hann sólarhring, og ef hann verði þá sjáanlegur, þá haldi
hann sér upp frá því. Geymslustaðinn handa honum velja
þeir á bæjarfógetanum innan klæða.
Hringurinn var óskertur eftir sólarhringinn. Sagt hafði
verið í sambandsástandinu, hvert hann ætti að fara, og
þangað var hann sendur. Engin vitneskja er gefin í bók-
inni um viðtakanda, önnur en sú, að það er kona. Ekki er
ósennilegt, að það sé sama konan, sem ritað hafði bréfin,
er mest kapp var lagt á að koma út úr veröldinni. En
ekkert verður um það fullyrt.
Ein tegund þeirra fyrirbrigða, sem gerast hjá frú
Ingibjörgu og lýst er mjög nákvæmlega í bók bæjar-
fógetans, er lestur hinna ósýnilegu komumanna í lok-
uðum bókum. Inn úr stofu þeirri, sem fundirnar eru
7*