Morgunn - 01.06.1932, Side 108
102
MORGUNN
Spurningar og svör.
Erinði flutt í S. R. F. í.
Eftir Euömunö FriöjónsBon.
Flestir menn, sem komnir eru til vits og ára, verða
varir við þann óróa í sjálfum sér, sem spyrst fyrir um
tilveruna. Sú forvitni er eldri en frásögnin um Ganglera í
Eddu. Þar kemur fram á sjónarsviðið mannshugur allra alda
og þó einkanlega norrænn andi. Hann spurði um upphaf
lífsins og um örlög mannkynsins. Enn í dag spyr forvitinn
hugur:
Hver eða hvaó er ég?
Hvaðan er eg lcominn?
Hvað verður um mig?
Þessar spurningar fela í sér heita ósk um að vita,
hver sé staða mannsins í tilverunni, hvort ætterni hans
eigi sér aðrar og dýpri rætur en þær, sem finnast í ætt-
bálki föður og kynkvísl móður. Hver maður veit, að líffæri
hans stafa frá foreldrum hans. En er frá þeim komið það
dýrmæti, sem vér köllum sál eða anda? Er sálin annað
og meira en lífsaflið? Deyr hún út með líkamanum? Eða
lifir hún um aldir alda?
Og ef vér lifum áfram, hvert förum vér þá? Og hvernig
líður oss í ókunnu vistinni?
Þessar spurningar og því um líkar eru jafn-gamlar
því mannkyni, sem sögur fara af. Úrlausnir spurninganna
hniga á ýmsa lund, og hver einstaklingur svo að segja
reynir að leysa úr þeim fyrir sig, af þvi að hann er ekki
ánægður með svör framgenginna kynkvísla eða samtíðar
sinnar.
Maðurinn er þannig gerður, að hann efar það, sem
honum er kent. Skynsemin er svo mikillát, að hún vill
kanna alla hluti, þó að hún sé ekki fær um rannsóknirnar.