Morgunn - 01.06.1932, Blaðsíða 110
104
MORGUNN
að ráða gátu lífs og dauða. Og skyldan að sjá sér og sín-
um farborða þann og þann daginn kemur í veg fyrir heila-
brot að morgunlagi um hæð og dýpt og víðáttu tilverunnar,
Þannig stóðu sakir sjálfs mín, þegar eg, sextugur aó
aldri, sá á bak syni mínum, Völundi. Eg ætla ekki hér að’
lýsa harmi mínum og móður hans, því alls engin orð ná
út yfir hann. Þann trega eða þess háttar eftirsjá þekkja
margir foreldrar, þeir, sem mist hafa börn sín. Mín eftir-
sjá var að því leyti í mesta lagi, að sonur minn var, að
dómi óvilhallra manna, frábært mannsefni tii líkama og sálar,
garpur til allrar vinnu og iþróttamaður, hafði brennandi á-
huga á að verða landi og lýð að gagni og til sóma þjóð-
inni og svo var hann tvímælalaust efni í skáld og rithöf-
und. Þó að harmur manna og kvenna sé að vísu brjóst-
rænn og hjartanlegur, tekur hann jafnframt til höfuðsins
eða vitsmunanna, þegar svo ber við, að sá, sem hverfur
af sjónarsviðinu, er h'klegur til að vinna afrek og þá verð-
ur treginn tvöfaldur við það, sem hann er eða gerist und-
ir vanalegum kringumstæðum.
Það varð fyrsta úrræði mitt til þess að halda mér
nokkurn veginn uppréttum að vinna mig svo þreyttan dag-
langt, að svefninn tæki við mér á kveldin. En þó að eg
reyndi að festa mig við vinnubrögðin, gat eg ekki bælt
niður spurninguna:
Lifir Völundur eða er hann óvitandi um sjálfan sig?
Og ef hann lifir — er þá nokkur leið til að fá vitn-
eskju um hann? —
Mig dreymir nokkuð bert fyrir daglátum, en þó að eg
legði mig í framkróka, fékk eg ekki að sjá hann í svefni.
Eg gekk í fjárhúsin, þangað sem hann hafði vetrum saman
verið við fjárhirðingu, ef svo kynni til að bera, að eg fengi að
sjá hann i svip. Það varð árangurslaust. Eg vonaði í lengstu
lög, að mér auðnaðist að sjá hann í draumi. Eg vil ekki
draga fjöður yfir það, að mig dreymdi hann fyrir tólf ár-
um, eða því sem næst, þá heilan heilsu. Eg þóttist vera
staddur á kilbakka nálægt bænum, sem er til í raun og.