Morgunn


Morgunn - 01.06.1932, Page 112

Morgunn - 01.06.1932, Page 112
106 M O R G U N N kostur, að hann geti sjálfur stjórnað miðli. Sorg og sökn- uður hans nánustu og hans eiginn söknuður valda enn svo mikilli truflun. Það er sem tár foreldra hans og systkyna brenni á hans eigin vöngum og hann sjálfur ekki búinn að jafna sig á því að skilja við ástvini sína að sýnilegum, heyranlegum og áþreifanlegum návistum. Hann talar um kvæði, völundarsmíð, norrænan hátt, kristilega innviði. Skilj- ið þið það? Hann vill í þetta sinn ekki segja meira út yfir það, segist þurfa að fylgja föður sínum eftir og kyssa tár af hvörmum móður sinnar, Iangar að mega reyna síðar. Guðs friði! Svo sem ég drap á, var eg fjarvistum, þegar þetta kom á miðils-pappírinn. Það sem hér er sagt um norræn- an hátt og völundarsmíð, gæti verið úr hugarfylgsnum mið- ilsins. Hann gat gert sér í hugarlund, að eg kvæði eftir son minn undir norrænum hætti og hann gat getið sér til, að kvæðið mætti kalla völundarsmíð. En orðin: Kristilegir innviöir þóttu mér mikilsverð. Eg hafði aLdrei átt tal við miðilinn að undanförnu, svo að hann var ókunnur sumu eða réttara sagt öllu orðalagi mínu hversdagslega t. d. i heimahúsum. En þetta orðalag hafði eg haft á heimili mínu stundum við syni mína, þegar ég ræddi um bækur eða ritsmíðar. Þá sagði eg oft: Þetta eru góðir eða þá lé- legir innviðir. Ekki man eg eftir því að eg talaði nokkurn tíma um kristilega innviði við nokkurn mann. Miðlinum þótti þetta svo ruglkent, að hann ætlaði ekki að þora að sýna mér það og fór til gáfaðrar vinkonu okkar beggja til að bera það undir hana. Hann sór sig um að hafa nokkru sinni heyrt þetta orðalag. Hann er vandaður maður og í meðallagi greindur. En það ætla eg, að hann hafi ekki getað búið til þenna orðaleik, skort hugkvæmni til þess. Þó að mér þætti þetta um kristilegu innviðina, völundarsmíð og norrænan hátt, stappa nærri því, að vera sönnun þess, að sonur minn stæði þarna að baki, vildi eg fá meira innlegg frá hans hendi, ef hamingjan leyfði. Eg bað því miðilinn að vera á verði, ef hann fengi kvaðningu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.