Morgunn - 01.06.1932, Side 123
MORGUNN
117
er sá, að ef vér gerum hann að algildum mælikvarða,
hlýtur oss að finnast fátt um flest skáld veraldarinnar.
Almennur ^ar næs^ hlýtur sú spurning að verða
veruleiki. fyrir oss, hvort þau fyrirbrigði, sem
nefnd hafa verið hér að framan, muni
vera svo langt ,,utan við hinn almenna veruleika“. Eg
held, að slík staðhæfing stafi af of litlum kynnum af ís-
lenzkri þjóð, og — það sem er furðulegra um íslenzkan
fræðimann — of litlum kynnum af íslenzkum bókum,
eða of fljótfærnislegri athugun þeirra. Eg ætla að taka
tvö söfn, að eins sem dæmi. Úr nógu er annars að moða.
Islenzkur fræðimaður, sem er óvenjulega kunnugur
alþýðufólki, tekur sér fyrir hendur að safna þeim
sögum, sem menn segja hverir öðrum — aðallega í
einum landsfjórðungi. Safnið er afar-mikið, og af því
hefir hann komið út á prenti rúmlega 600 stórum blað-
síðum. Um hvað eru nú þessar sögur? Yfir 500 blað-
síður eru um þau fyrirbrigði, sem ritdómarinn telur vera
,,utan við hinn almenna veruleika“. Prófessor Sigurður
Nordal og Þórbergur Þórðarson taka sér fyrir hendur
,,að bjarga frá gleymsku og afbökun gömlum og nýjum
sögum, sem ganga manna á milli, og koma fyrir al-
menningssjónir ýmsum fróðleik, sem grafinn er í hand-
rita söfnum“. Þrjú hefti af riti þeirra, Gráskinnu, liggja
fyrir framan mig. Þau eru samtals 288 blaðsíður. Um
hvað eru nú sögur þeirra? Hvað er það, sem menn hafa
sagt þessum lærdómsmönnum? Á 176 blaðsíðum eru
þessi fyrirbrigði, sem eiga að liggja „utan við hinn al-
menna verkuleik“ — að ótöldum álfasögunum. Eg er
ekki að halda því fram, að allar þessar frásagnir séu
sannsögulegar. En mér þykir í meira lagi ólíklegt, að
þær séu ekki sprottnar upp af einhverri reynslu, ein-
hverjum veruleik. Mér þykir það þeim mun ólíklegra,
sem eg hefi sjálfur um mörg ár haft náin kynni af sann-
orðum og áreiðanlegum mönnum, körlum og konum,
sem eru sannfærðir um, að þeir hafi orðið fyrir svip-
aðri eða sams konar reynslu sem þeirri, er frá er skýrt