Morgunn - 01.06.1932, Blaðsíða 131
MORGUNN
125
Likið iinst.
urn tíma að því, að það (þ. e. líkið) finnist, þá verði
það óvænt“. Síðustu setningarnar, sem bókaðar voru í
þessu sambandi, voru þessar: „Jakob (þ. e. stjórnand-
inn) bað nú ritara að vera viðbúinn að skrifa; það mætti
ekkert orð glatast af því, sem hann ætlaði að segja.
Hafði Jakob nú eftirfarandi orð eftir manninum, sem
var að gera vart við sig:
Lífið er gáta, sem leysast ei má.
Lífið er ferð yfir skerjóttan sjá
og draumlaus er svefn undir brimhvítum boðum.
Vill láta fólk sitt og bróður vita þetta“.
Á fundi, sem haldinn var 7. marz, var
bróðir hins horfna manns viðstaddur.
Þar komu nýjar sannanir, og maðurinn, sem fékk þær
varð með öllu sannfærður um, að bróðir sinn hefði kom-
ið. Um lík hans kom að eins þetta fram: Fundarmaður-
inn bað hinn framliðna bróður sinn að segja, hvar lík
hans væri. Þá er þetta svar bókað: ,,Hann leggur ekkert
kapp á það, sagði Jakob. En ef það kemur fyi’ir, að
nienn fái nokkuru sinni vitneskju um, hvar hann sé,
jarðnesku leifarnar, þá verði það óvænt og öðru vísi en
fólk hefir ætlað“. — I öndverðum aprílmánuði fanst lík
naannsins hér í höfninni.
Einhverjum kann að þykja það kynlegt,
Hvers vegna ag framliðni maðurinn skyldi ekki geta
ekki sagt blátt A
áfram? sagt það blatt afram og umsvifalaust, að
hann hefði druknað í höfninni, úr því að
hann gat annars sagt jafn-mikið og hann sagði, eða lét
einhvern veginn skila frá sér. Og ekki treysti eg mér til
að ráða þá gátu. Ef til vill mætti hugsa sér, að þetta at-
vik sé eitthvað samstætt við suma drauma, þegar menn
fá vitnieskju í táknum, en ekki blátt áfram. Oft hefir það
verið fullyrt, að eitthvað svipað sé ástatt með framliðna
nienn, þegar þeir koma að sambandi, einkum þegar þeir
eru því óvanir, eins og um jarðneska menn, þegar þá
dreymir. Og ekkert getum vér sagt um þá örðugleika,
sem kunna að mæta mönnum frá öðrum heimi, þegar þeir
ætla að fara að gera grein fyrir hugsunum sínum inn í efn-