Morgunn - 01.06.1932, Qupperneq 132
126
MOEGUNN
isheiminn. En hvað sem því líður, þá verða þau ummæli,
sem fram komu á fundinum og getið hefir verið um hér
að framan, ekki skilin á annan veg en þann, að verið sé
að segja til þess, að maðurinn. hafi druknað, og að það
sé rangt, sem menn hafi haldið um andlát hans.
Hr. Soffanias Thorkelsson í Winnipeg
Bréf frá Ingu. ^ þegsj þréf þf 4 síðastl. ári. Þau eru
Heðan og
handan. rra un£ri stúlku, sem lézt á Vifilsstöð-
um 1. marz 1930. Fyrri partur bókarinn-
ar er bréf rituð á Vífilsstöðum frá ársbyrjun 1929 til 10.
febr. 1930. Síðari parturinn er talinn vera skeyti frá
þessari stúlku úr öðrum heimi, og hafa þau skeyti kom-
ið fram hjá miðli í Winnipeg. Frá sjónarmiði sálarrann-
sóknanna hafa tvö atriði í bókinni mest gildi. Annað er
það, að 3. marz 1930 kemur á sambandsfundi í Winni-
peg vitneskja um það, að þessi stúlka sé dáin, og vit-
neskjan er sögð vera frá stúlkunni sjálfri. Þá er öllum
mönnum þar vestra ókunnugt um þann atburð, og sím-
skeyti um andlát stúlkunnar kemur ekki til útgefand-
ans fyr en að morgni þ. 5. marz. Hitt atriðið er mynd,
sem útgefandinn lét Mr. Hope í Crewe taka af sér sumarið
1930. Á þeirri mynd kemur fram stúlkuandlit, og 5
vinkonur Ingu 0g 1 systir hennar votta það, að myndin
sé lík henni, þó að líkingin sé ekki svo góð, sem þær
hefðu á kosið. Bréfin að ,,handan“ eru rituð í sama anda
og bréfin frá Vífilsstöðum. Að öðru leyti verður ekki
sagt, að þau flytji neinar sannanir þess, hvaðan þau séu.
En Vífilsstaða-bréfin eru perlur í sinni röð. Þau sýna les-
andanum sálarástand þessarar ungu stúlku, og sannar-
lega er það þess vert að kynnast því. Hún hefði sýkst af
berklaveiki 18 ára gömul og legið 9 ár á sjúkrahúsum,
„oft svo þungt haldin, að læknar bjiuggust ekki við, að
hún entist til næsta dags“. Og eftir þessa miklu reynslu
er síðasta æfiárið ekkert orðið eftir í sál hennar annað en
friður og fögnuður, takmarkalaust trúnaðartraust og
þakklæti til guðs og manna. Allan ágóða, sem kann að
verða af bókinni, hefir útgefandinn gefið Vífilsstaða og
Kristneshælunum.