Morgunn


Morgunn - 01.12.1948, Page 11

Morgunn - 01.12.1948, Page 11
MORGUNN 157 mála um það, þrátt fyrir allt, sem á milli ber, að maður- inn sé guðsættar, barn tveggja heima, með tveggja heima eðli og tveggja heima þrá, — og í samræmi við túlk- un þeirra á guðshugmyndinni hafa svo kenningar þeirra niótazt um siðgæðislögmál það, er játendum þeirra bæri að haga breytni sinni eftir, og öll hafa þau svarað spurn- Jngunni „Hvert fer ég?“ í meginatriðum á þá leið, að niaðurinn hverfi að lokinni jarðlífsvist aftur til átthaga sinna og vöggustöðva, til samfélags við höfund sinn og föður. Aðrir hafa mjög efað sannleiksgildi áðurgreindra stað- hæfinga trúarbragðanna um guðlegan uppruna mannsins, vefengt þær og einatt hafnað þeim með öllu. Að dómi Þeirra, er svo hafa ályktað, er maðurinn ekkert annað en dægurfluga umhverfis síns, sem flögrar fram og aftur Ura sviðið í skini hverfulla lífsstunda, sem skyndilega og °vænt kemur út úr myrkviðum leyndardómanna og hverf- Ur aftur sjónum út í rökkurþögn algleymisauðnar. Vonir hans og vonbrigði, trú hans, ást hans og kærleikur sé pkkert annað en afleiðing af samstarfi vitundarvana efn- lseinda, sem raðazt hafi saman £if tilviljun. Að engin hetju- dáð, engar glæstar hugsanir eða göfugar tilfinningar geti Varðveitt einstaklingslífið handan við líkamsdauðann. Að alJt stríðið um aldaraðir, öll tilbeiðsla, allt andríkið og öll hin geislandi mannlega snilli nútímans, — að allt þetta sé háð þeim örlögum að verða að engu og hverfa um eilífð 1 yztu myrkur sólkerfisins. Þetta var að dómi efnishyggju- ^anna 19. aldarinnar að heita mætti hafið yfir allar rök- ræður, niðurstöður vísindalegra rannsókna á eðli manns- lns og uppruna. Á öllum tímum hafa jafnan gerzt þeir viðburðir í lífi °g reynslu fleiri og færri manna, sem ótvírætt bentu til Þess, að maðurinn væri annað og meira en dægurfluga úmhverfis síns og einmitt á þeim tímum, er kenningar efn- lshyggjustefnunnar skipuðu öndvegissess í hugum mennta- °S visindamanna þeirra tíma, virtust slíkir viðburðir verða

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.