Morgunn - 01.12.1948, Page 13
MORGUNN
159
hafa rannsakað fyrirbrigði þessarar tegundar, þykir þó
tíbetanska bókin öllu athyglisverðari og merkilegri, fyrst
°g fremst vegna þess, að margt af því, sem þar er hald-
ið fram um viðskilnað manna við þetta líf, er í fullu sam-
rasmi við niðurstöður sálrannsóknamanna vorra tíma. 1
bók þessari er sviplíkama mannsins lýst mjög nákvæm-
iega, tekið fram að hann sé búinn sams konar skyntækj-
Um og sá jarðneski, en starfsorka hans sé fullkomnari.
Þá er þar og að finna frásagnir um aðferðir til þess að
létta mönnum viðskilnaðinn og beina hugum þeirra að
ijósinu í framsýn, ljósi eilifðarheimkynnanna.
Hinn mikli vitranamaður og postuli kristinnar trúar,
Páll frá Tarsus, kemst svo að orði í einu bréfa sinna: ,,Ef
háttúrlegur líkami er til, þá er og til andlegur líkami“.
Svo sannfærður virðist hann hafa verið um þetta. Orðin
hamfari og hamfarir, sem víða kemur fyrir í fornritum
vorum, bendir mjög til þess, að forfeður vorir hafi þekkt
fyrirbrigði þetta og kunnað full skil á því, sem gerðist,
en hamfari virðist sá maður hafa verið nefndur, sem
gseti yfirgefið jarðneskan líkama sinn, farið í sviplíkama
sínum til fjarlægra staða og skynjað þar umhverfi og
riðburði, meðan búkurinn lá sofinn á sínum stað.
Meðal hinna frumstæðustu manna nútímans gætir sann-
fasringarinnar um það mjög ákveðið, að manninum sé unnt
nð yfirgefa jarðneskan líkama sinn um stundarsakir, ferð-
nst til fjarlægra staða í öðru líkamsgervi, og sjá þar og
greina verðandi viðburði. Ýmsir kunna að vísu að benda
a> að slíkum sögnum um getu töframanna þeirra sé lítt
nð treysta sökum þess, hve mjög gætir hjátrúar og hind-
hrvitna í trúarlífshugmyndum þeirra og skoðunum á til-
verunni. Þetta er vitanlega rétt, en eigi að síður er það
staðreynd, að ýmsir erlendir menn, sem dvalið hafa lang-
óvölum meðal frumstæðra kynflokka, hafa sannreynt, að
ynasum hinna svonefndu töframanna þeirra hefur tekizt
hetta. Frá mörgum vottfestum og sannanatryggðum frá-
s°gnum um slíkt væri hægt að segja, ef tími væri til.