Morgunn


Morgunn - 01.12.1948, Page 22

Morgunn - 01.12.1948, Page 22
168 MORGUNN veginn varð misfellulaust, en þær ferðuðust víða um Bandaríkin og Evrópu, og rannsóknir nokkurra frægra vísindamanna staðfestu, að þær voru merkilegum miðils- hæfileikum búnar. Þær Fox-systurnar tvær skildu aldrei þýðing þess, sem hér hafði gerzt, þær skildu aldrei gildi þess máls, sem æðri máttarvöld höfðu notað þær til að hrinda af stað. Hæfileikar þeirra voru mjög notaðir af forvitnu fólki, sem leitaði á fund þeirra til að sækjast eftir nýstár- legri dægradvöl, og þær virðast lítinn áhuga hafa haft fyrir því, að fyrirbrigðin væru tekin til alvarlegrar rann- sóknar, og enn minni skilning á því, að hér var hreyfing að fæðast, sem stórfelld áhrif átti eftir að hafa á lífs- skoðun milljóna manna. Þær grunaði sízt, að hér væri upphaf þeirra atburða að verða, sem síðar áttu eftir að ríða að fullu trú margra frægra vísindamanna á efnis- hyggjuvisindin sjálf. En þetta mál var ekki lagt nema að litlu leyti í þeirra hendur, því að þegar fáum árum síðar fór hver miðillinn að koma fram af öðrum, sem slík stórmerki gerðust hjá, að sumir vísindamannanna fóru að ókyrrast. Sögurnar voru svo vel vottfestar, fyrirbrigðin að dómi dómbærra manna svo stórkostleg, að sumum vísindamönnunum þótti ekki lengur til setu boðið. Og eftir nokkurn tíma var ný vísindagrein fædd, sálarrannsóknir nútímans voru orðn- ar tU. Vér kristnir menn ættum að kunna að meta vegsemd píslarvættisins, svo mjög ber á fórnarblóði píslarvottanna á fyrstu öldum kirkjunnar. Píslarvættið varð einnig hlut- skipti margra þeirra, sem komu nálægt spíriitismanum lengi fram eftir árum, og er raunar víða enn. Vitanlega urðu miðlamir margir píslarvottar, meðan þekkingin var enn í fyrstu bernsku og hleypidómarnir máttugastir. Það báru ekki allir miðlar gæfu til þess að lenda í höndum annarra eins manna og Indriði Indriða- son undir stjórn þeirra prófessors Haralds Níelssonar og

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.