Morgunn


Morgunn - 01.12.1948, Síða 22

Morgunn - 01.12.1948, Síða 22
168 MORGUNN veginn varð misfellulaust, en þær ferðuðust víða um Bandaríkin og Evrópu, og rannsóknir nokkurra frægra vísindamanna staðfestu, að þær voru merkilegum miðils- hæfileikum búnar. Þær Fox-systurnar tvær skildu aldrei þýðing þess, sem hér hafði gerzt, þær skildu aldrei gildi þess máls, sem æðri máttarvöld höfðu notað þær til að hrinda af stað. Hæfileikar þeirra voru mjög notaðir af forvitnu fólki, sem leitaði á fund þeirra til að sækjast eftir nýstár- legri dægradvöl, og þær virðast lítinn áhuga hafa haft fyrir því, að fyrirbrigðin væru tekin til alvarlegrar rann- sóknar, og enn minni skilning á því, að hér var hreyfing að fæðast, sem stórfelld áhrif átti eftir að hafa á lífs- skoðun milljóna manna. Þær grunaði sízt, að hér væri upphaf þeirra atburða að verða, sem síðar áttu eftir að ríða að fullu trú margra frægra vísindamanna á efnis- hyggjuvisindin sjálf. En þetta mál var ekki lagt nema að litlu leyti í þeirra hendur, því að þegar fáum árum síðar fór hver miðillinn að koma fram af öðrum, sem slík stórmerki gerðust hjá, að sumir vísindamannanna fóru að ókyrrast. Sögurnar voru svo vel vottfestar, fyrirbrigðin að dómi dómbærra manna svo stórkostleg, að sumum vísindamönnunum þótti ekki lengur til setu boðið. Og eftir nokkurn tíma var ný vísindagrein fædd, sálarrannsóknir nútímans voru orðn- ar tU. Vér kristnir menn ættum að kunna að meta vegsemd píslarvættisins, svo mjög ber á fórnarblóði píslarvottanna á fyrstu öldum kirkjunnar. Píslarvættið varð einnig hlut- skipti margra þeirra, sem komu nálægt spíriitismanum lengi fram eftir árum, og er raunar víða enn. Vitanlega urðu miðlamir margir píslarvottar, meðan þekkingin var enn í fyrstu bernsku og hleypidómarnir máttugastir. Það báru ekki allir miðlar gæfu til þess að lenda í höndum annarra eins manna og Indriði Indriða- son undir stjórn þeirra prófessors Haralds Níelssonar og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.