Morgunn


Morgunn - 01.12.1948, Page 27

Morgunn - 01.12.1948, Page 27
MORGUNN 173 a þessa leið: „Bók þessi olli straumhvörfum í hugsanalífi mínu og varð upphaf þeirrar stefnu hjá mér, sem ég fylgi Gnn í dag. . .. Hún varð upphaf þess, að ég öðlaðist aft- Ur trúna á æðra veruleik, fékk aftur Guð og ódauðleik- ann, aðalkjarnann í því, sem ég hafði misst.“ Og um þau Verðmæti, sem hann kveðst hafa öðlazt, eftir að hann &erðist spíritisti, farast honum orð á þessa leið: ,,Ég hef Þá fyrst og fremst öðlazt traust á tilverunni eða Guði, Þvi valdi, sem er í allri tilverunni og ræður henni ... fraustið er grunntónninn í svari sálar minnar við tilver- Unni sem heild .. . Ég trúi því, að maður geti komizt í ^sðra og nánara samband við alvaldið, Guð, á augnablik- úm hrifningar og hugljómunar og í bæninni. Þar að auki er ég sannfærður um möguleika sambands við framliðna n^enn og að annað lif er stöðug þroskabraut, þar sem eru að vísu margar vistarverur, en ekkert rúm fyrir ei- ^íft helvíti . .. En þótt ég hafi þannig komizt að vissum skoðunum, tel ég mig ekki kominn á neinn leiðarenda and- ^Gga. Fyrir framan mig sé ég æ bjartari braut stöðugs frroska og fullkomnunar. Það er enginn aðsetursstaður, sem ég hef komizt á, heldur aðeins áfangastaður, þaðan sem ég þrái stöðugt víðara sjónarsvið, allt upp til al- Valdsins, sem er í öllu og yfir öllu, — því að ég trúi því, að mannssálin hafi ótæmandi möguleika til vaxtar og víkk- Mér finnst ég vera barn og standa við dyr leyndar- áómanna, en nú eru þær ekki læstar lengur. Og þar fyrir lnnan ríkir hinn eilífi kærleikur, hinn eilífi friður og hin eilífa gleði. Ég þrái land hins eilífa kærleika, friðar og fullkomn- Unar eins og hestur á stroki, sem stefnir hiklaust dag og n°tt yfir heiðar og öræfi. 1 huga hans er aðeins ein mynd, atthagamir, og hann gefur sér varla tóm til að grípa nið- Ur- Vilji einhver höndla hann, tekur hann til hlaups í stórum boga, og fyrir hugskotssjónum hans ljómar ennþá greinilegar takmarkið, er hann keppir að. —

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.