Kylfingur - 01.05.2004, Síða 7
Afmæliskveðja frá
forseta íslands,
Ólafi Ragnari Grímssyni
Grænar grundir ífaðmi hárrafjalla, hafið d aðra hönd, oft úfið hraun og svartur sandur í
nágrenninu, víðsýni einstakt, jökullinn í órafjarlægð, ölduniður í eyrum, mávar áflugi,
líka lóan, krían ver víglínu að varpi sínu, hrafnar í heimsókn á sumrin, sólbjart að nóttu,
að vetri margir að leik þótt heiti œttjarðaHnnar gefi annað til kynna.
Það er leitun að landi þar sem golfinu er sköpuð önnur eins umgjörð, þar sem fjölbreyti-
leiki náttúrunnar kallast á við forgjöf keppendanna með sama hœtti. Erlendir gestirfalla í
stafi þegar þeir kynnast undraveröld íslenska golfsins; sjá að hægt er aðfara hringinn um
landið og í ólíkum byggðum finnast frábærir vettir, í sjávarþorpum og blómlegum sveitum,
ífámenni þar sem með öðrum þjóðum væri talin fjarstœða að marka vött. Hér eru líka
attar stéttir mættar til leiks: Sjómenn og bœndur, forstjórar og fréttamenn, dómarar og
prestar, iðnaðarmenn og ótal aðrir; þverskurður af þjóðfélaginu.
Golfklúbbur Reykjavíkur á ríkan þátt í þessari sögu; verið vettvangur samstöðu og
áforma sem gerði félögunum kleift að sjá draumana rætast: glæsilega vetti í nágrenni
höfuðborgar og íþróttina verða almenningseign. Fynr 70 árum varfábreytni samfélagsins
slík að golfið varframandi gestur en frumherjunum tókst að hasla því völl og skapafyrir-
myndir sem áhugamenn í öðrum byggðum nýttu sér á komandi árum. Úrjarðvegi
Golfklúbbs Reykjavíkur spratt þjóðaríþrótt ogfyrir það er þakkað á þessum tímamótum.
Ég óska Golfklúbbi Reykjavíkur til hamingju með glæsilegan árangur og veit að áfram
verður haldið á sömu braut: að skapafélögum klúbbsins ótal gleðistundir ogfrábœra
aðstöðu til að njóta hottrar útiveru sem eflir heilbngði hvers og eins og eykur í safn
minninga um ánægjulegar samverustundir.
KYLFINGUR 5